Opinberunarbókin og það allra mikilvægasta!

by Sigurður Júlíusson | 6.feb 2025

Heimahópurinn 6.feb 2025

Biblían talar um að sæll er sá sem les spádómsorð Opinberunarbókarinnar. Síðasta bókin í Biblíunni er líka sú bók sem gefur okkur sem tilheyrum Kristi mestu vonina. Hún fjallar um það þegar Jesús kemur aftur ásamt sínum heilögu til að taka til baka valdið sem óvinurinn hefur haft og til að binda djöfulinn um 1000 ár. Hún fjallar um brúðkaupsveislu lambsins. Hún fjallar um tíma þar sem réttlæti mun ríkja. Hún fjallar um frelsunarverkið og eilífðina. Þess vegna er hún mín uppáhaldsbók í Biblíunni, því hún segir okkur frá tíma þar sem við munum hitta skapara okkar, föður okkar og frelsara. Þetta er hluti af því sem ég fjalla um í kennslunni. Megi Guð blessa þig þegar þú hlustar og megi kennslan uppörva þig og styrkja í að fara alla leið með Jesú Kristi.

Opinberunarbókin 19:7-9

Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina, því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður hans hefur búið sig. -8- Henni var fengið skínandi og hreint lín til að skrýðast í. Línið er réttlætisverk heilagra. -9- Og hann segir við mig: Rita þú: Sælir eru þeir, sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins. Og hann segir við mig: Þetta eru hin sönnu orð Guðs.

Guð blessi þig!

Ef þig langar að prufa að koma í heimahópinn okkar þá ertu hjartanlega velkomin. Við hittumst á Borg í Grímsnesi klukkan 19:15 alla fimmtudaga. Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um heimilsfang og mögulegt far með trúsystkinum ef þú ert til dæmis Í Reykjavík eða nágrenni.

Hebreabréfið 10:25

Vanrækið ekki safnaðarsamkomur yðar eins og sumra er siður, heldur uppörvið hver annan, og það því fremur sem þér sjáið að dagurinn færist nær.