Postulasagan 20:24

En mér er líf mitt einskis virði, fái ég aðeins að fullna skeið mitt og þá þjónustu, sem Drottinn Jesús fól mér: Að bera vitni fagnaðarerindinu um Guðs náð.

Filippíbréfið 3:12-14

Ekki er svo, að ég hafi þegar náð því eða sé þegar fullkominn. En ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er höndlaður af Kristi Jesú. -13- Bræður, ekki tel ég sjálfan mig enn hafa höndlað það. -14- En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.

Páll postuli líkti kristnu göngunni okkar við ferðalag.

Verðlaunin voru ekki veitt fyrir að klára fyrst heldur öllum þeim sem kláruðu skeiðið.

Matteusarguðspjall 24:12-13

Og vegna þess að lögleysi magnast, mun kærleikur flestra kólna. -13- En sá sem staðfastur er allt til enda, mun hólpinn verða.

Webster-orðabókin skilgreinir þolgæði eða staðfestu sem hugrekki og eiginleikann til að endast.

Páll postuli lifði á krossgötum tveggja stórra menningarheima, hins rómverska og gríska.

Rómverska menningin var afar grimm. Hringleikahúsið var miðpunktur rómverskra íþrótta og vettvangur þar sem hundruð píslarvotta létu lífið, skylmingaþrælar börðust hver við annan og við villidýr. Blóðþorsti einkenndi rómverskan hugsunarhátt. Hugmyndafræði þeirra byggðist á landvinningum, og íþróttir þeirra snerust um blóð og sigur.

Gríska menningin var allt önnur. Frelsi, fegurð og viska voru þrjú helstu gildi Grikkja og markmið grískrar menntunar. Samkvæmt þessum gildum gat heilbrigður andi aðeins búið í hraustum líkama, og fyrir Grikki var fegurð og dyggð órjúfanleg. Hinn fullkomni maður var talinn göfug sál í fögrum líkama, og því hlaut allt sem var fagurt að vera gott. Öll grísk íþróttastarfsemi stefndi að þessu markmiði. Að vera óreyndur í líkamsæfingum þótti smánarlegt, og líkamsrækt var gerð að ríkisstofnun með ströngum lögum.

Inn í þennan grísk-rómverska heim Miðjarðarhafsins færðu postularnir fagnaðarerindið.

Páll postali notaði margar hliðstæður og samanburði úr þessum menningarheimum þegar hann kenndi um Guðs ríki, hann nýtti ímynd hermannsins og íþróttamannsins til að miðla andlegum sannleika í tengslum við ríki Guðs.

Gríska líkamsræktarstöðin, Palaestra, og Akademían í Aþenu urðu miðstöð leikja og keppna í líkamlegri færni og þolgæði. Páll postuli vísaði til þessara leikja í Fyrra Korintubréfi 9.kafla.

Fyrra Korintubréf 9:24-27

Vitið þér ekki, að þeir, sem keppa á íþróttavelli, hlaupa að sönnu allir, en einn fær sigurlaunin? Hlaupið þannig, að þér hljótið þau. -25- Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær. -27- Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur.

Keppnin

Grísku hlaupunum var gert hátt undir höfði í grísku leikunum, og íþróttamaðurinn sem sigraði hlaut lárviðarsveig eða krans, oft kallaður kóróna, sem var lagður á höfuð hans – sigurkóróna hins sigrandi keppanda.

Jakobsbréf 1:12

Sæll er sá maður, sem stenst freistingu, því að þegar hann hefur reynst hæfur mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefur heitið þeim er elska hann.

Keppnin sem við erum í er hlaup þar sem sigurinn tilheyrir þeim sem ljúka keppninni.

Hættan á að vera dæmdur úr leik er raunveruleg.

Fyrra Korintubréf 9:25-27

Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær. -27- Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli mínum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur.

Barátta okkar er ekki gegn hver öðrum, ekki gegn holdi og blóði, heldur gegn valdi myrkursins. Ef við berjumst innbyrðis, rógum, baktölum, dæmum hver annan, erum óvinsamleg og illgjörn, þá verðum við dæmd úr leik.

Við erum undir eftirliti og hvött áfram í okkar hlaupi af áhorfendum, rétt eins og í Ólympíuleikunum forðum.

Hebreabréfið 12:1-2

Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan. -2- Beinum sjónum vorum til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Vegna gleði þeirrar, er beið hans, leið hann þolinmóðlega á krossi, mat smán einskis og hefur nú setst til hægri handar hásæti Guðs.

Þegar Rúmenía varð konungsríki árið 1881 og engin kóróna var til, sagði Karl konungur: „Sendið í vopnabúrið og bræðið járnkórónu úr fallbyssu sem tekin var herfangi, sem tákn um að ríkið hafi verið unnið á vígvellinum og greitt með blóði og lífum.“

Opinberunarbókin 2:10,7,11,26 & 21:7

-10-Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi, til þess að yðar verði freistað, og þér munuð þrenging hafa í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.
-7- Hver sem eyra hefur, hann heyri hvað andinn segir söfnuðunum. Þeim er sigrar, honum mun ég gefa að eta af lífsins tré, sem er í Paradís Guðs.
-11- Hver sem eyra hefur, hann heyri, hvað andinn segir söfnuðunum. Þeim er sigrar mun sá annar dauði ekki granda.
-26- Þeim er sigrar og varðveitir allt til enda verk mín mun ég gefa vald yfir heiðingjunum.
-7- Sá er sigrar mun erfa þetta, og ég mun vera hans Guð og hann mun vera minn sonur.

Keppnin er ekki byggð á hraða, heldur fyrir þá sem þrauka allt til enda.

Filippíbréfið 3:12-14

Ekki er svo, að ég hafi þegar náð því eða sé þegar fullkominn. En ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta höndlað það, með því að ég er höndlaður af Kristi Jesú. -13- Bræður, ekki tel ég sjálfan mig enn hafa höndlað það. -14- En eitt gjöri ég. Ég gleymi því, sem að baki er, en seilist eftir því, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verðlaunanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.

Margar kristnir munu komast inn í himnaríki en eins ritað er, þeir verða frelsaðir eins og úr eldi, eilífu verðlaunin þeirra tapast að eilífu, þar sem þeir kláruðu ekki hlaupið og voru dæmdir úr leik.

Fyrra Korintubréf 3:13-15

Þá mun verk hvers um sig verða augljóst. Dagurinn mun leiða það í ljós, af því að hann opinberast með eldi og eldurinn mun prófa hvílíkt verk hvers og eins er. -14- Ef nú verk einhvers fær staðist, það er hann byggði ofan á, mun hann taka laun. -15- Ef verk einhvers brennur upp, mun hann bíða tjón. Sjálfur mun hann frelsaður verða, en þó eins og úr eldi.

Að lokum sagði Páll postuli þetta.

Hebreabréfið 12:1-2

Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám. -13- Látið fætur yðar feta beinar brautir, til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði, en verði heilt. -14- Stundið frið við alla menn og helgun, því að án hennar fær enginn Drottin litið. -15- Hafið gát á, að enginn missi af Guðs náð, að engin beiskjurót renni upp, sem truflun valdi, og margir saurgist af.

Guð blessi þig.