Hebreabréfið 12:1

Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.

Verðlaun eru augljóslega biblíuleg meginregla, þó að Guð elski alla jafnt og kærleikur hans sé skilyrðislaus er tign, staða, virðing og titlar hluti af Guðs ríki.

Í himnaríki er auðvelt að greina stöðu einstaklings eða engils með ljómanum sem stafar frá viðkomandi – því hærri tign, því skærara ljós. Oft er þessi ljómi samofinn öðrum þætti ljóss, nefnilega eldi.

Fyrra Korintubréf 15:40-42

Til eru himneskir líkamir og jarðneskir líkamir. En vegsemd hinna himnesku er eitt og hinna jarðnesku annað. -41- Eitt er ljómi sólarinnar og annað ljómi tunglsins og annað ljómi stjarnanna, því að stjarna ber af stjörnu í ljóma. -42- Þannig er og um upprisu dauðra. Sáð er forgengilegu, en upp rís óforgengilegt.

Við þurfum einnig að kunna að meta þá staðreynd að ljóminn sem stafar frá Drottni Jesú er yfirnáttúrulega skær. Ef Hann myndi ekki draga úr honum, gæti Hann ekki birst okkur.

Verðlaun fyrir að hlaupa og ljúka keppninni

Í British Museum í London er til steintafla frá leikhúsinu í Efesus, sem sýnir bardagamann frá annarri öld eftir Krist. Áletrunin á töflunni segir: „Hann barðist í þremur bardögum og var tvisvar krýndur með sigursveig.“ Enginn vafi leikur á því að slík áletrun var Páli postula kunn og endurspeglast í skrifum hans til Tímóteusar.

Síðara Tímóteusarbréf 4:7-8

Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. -8- Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn, hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim degi. Og ekki einungis mér, heldur og öllum, sem þráð hafa endurkomu hans.

Þessir sigursveigar eða verðlaun eru óforgengileg og munu aldrei hverfa.

Fyrra Korintubréf 9:25-26

Sérhver, sem tekur þátt í kappleikjum, neitar sér um allt. Þeir sem keppa gjöra það til þess að hljóta forgengilegan sigursveig, en vér óforgengilegan. -26- Þess vegna hleyp ég ekki stefnulaust. Ég berst eins og hnefaleikamaður, sem engin vindhögg slær.

Opinberunarbókin 2:10

Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi, til þess að yðar verði freistað, og þér munuð þrenging hafa í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.

Í Nýja testamentinu eru nefndir fimm sigursveigar (kórónur):

  1. Sigursæll bardagamaður – Krúna réttlætisins (2. Tímóteusarbréf 4:8)
  2. Þolgóði hlauparinn (1. Korintubréf 9:25-26)
  3. Sá sem er trúr allt til dauða (Opinberunarbókin 2:10; Jakobsbréf 1:12)
  4. Óeigingjarni þjóninn (1. Þessaloníkubréf 2:19; Filippíbréf 4:1)
  5. Fyrirmynd hjarðarinnar (1. Pétursbréf 5:3-4)

Nauðsynleg viðhorfsbreyting

Hvernig við lítum á lífið og tilgang okkar hér skiptir miklu máli. Flestir kristnir lifa lífi sínu með áherslu á þetta jarðneska líf og hugsa lítið um hið eilífa líf sem fram undan er.

Jakobsbréfið 4:14

Þér vitið ekki hvernig líf yðar mun verða á morgun. Því að þér eruð gufa, sem sést um stutta stund en hverfur síðan.

Lífsleiðin þín hér á jörðu er örstutt í samanburði við eilífðina, og hvernig þú lifir lífi þínu hér mun ákveða stöðu þína og tign í komandi heimi til eilífðar.

Rómverjabréfið 8:18-19

Ég lít svo á, að ekki séu þjáningar þessa tíma neitt í samanburði við þá dýrð, sem á oss mun opinberast. -19- Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Síðara Korintubréf 4:17-18

Þrenging vor er skammvinn og léttbær og aflar oss eilífrar dýrðar sem stórum yfirgnæfir allt. -18- Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Síðara Korintubréf 5:1-2

Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himnum, sem eigi er með höndum gjört. -2- Á meðan andvörpum vér og þráum að íklæðast húsi voru frá himnum.

Tími okkar hér á jörðu er prófraun, tími til að standast skilyrðin og útskrifast. Dauðinn er einfaldlega umbreyting yfir í annan heim, sem er mun raunverulegri en þessi, þar sem próf okkar verða metin og einkunnir gefnar.

Eitt af því sem englar undrast er að sjá trúa kristna menn, sem hafa ekki enn upplifað undur og dýrð himinsins – sem virðist þeim oft sem fjarlægur draumur – en gefa sig samt algjörlega og halda fast í trúna með von um þessa dýrð.

Síðara Korintubréf 4:18

Vér horfum ekki á hið sýnilega, heldur hið ósýnilega. Hið sýnilega er stundlegt, en hið ósýnilega eilíft.

Síðara Korintubréf 5:1-2

Vér vitum, að þótt vor jarðneska tjaldbúð verði rifin niður, þá höfum vér hús frá Guði, eilíft hús á himnum, sem eigi er með höndum gjört.

Þegar þessi tími líður undir lok munum við sjá ótrúlega eyðileggingu á jörðinni, þar sem Guð upprætir skipulega allt sem er spillt til að ryðja brautina fyrir nýjan og dýrðlegan tíma – þúsundára ríki Krists.

Miklar plágur munu fara um jörðina þar til heimurinn áttar sig á að engin von er til utan Jesú. Læknar munu senda sjúklinga sína til hinnar sönnu kirkju til lækningar. Mikið myrkur mun hylja jörðina, en dýrð Drottins mun hvíla yfir Hans fólki, og milljónir munu laðast að því ljósi.

Jesaja 26:9

Af hjarta þrái ég þig á næturnar, já, með andanum í brjósti mínu skima ég eftir þér. Þegar dómar þínir birtast á jörðu, þá læra byggjendur jarðríkis réttlæti.

Páll postuli sagði við Tímóteus að góður hermaður flækir sig ekki í málefni þessa heims.

Síðara Tímóteusarbréf 2:3-5

Þú skalt og að þínu leyti illt þola, eins og góður hermaður Krists Jesú. -4- Enginn hermaður bendlar sig við atvinnustörf (affairs of this life). Þá þóknast hann ekki þeim, sem hefur tekið hann á mála. -5- Og sá sem keppir í íþróttum fær ekki sigursveiginn, nema hann keppi löglega.

Mjög fljótlega mun Drottin fara yfir prófin okkar og það sem hann leitar að er hversu mikið af Honum mun Hann finna í þér.

Önnur Mósebók 33:19

Hann svaraði: Ég vil láta allan minn ljóma (goodness) líða fram hjá þér, 

Guð er hrein góðvild, sem má þýða sem hreinn kærleikur – það er það sem Hann er, og ljósið sem birtist í og í gegnum Hann er afrakstur þessa hreina kærleika.

Fyrra Korintubréf 13:1-8

Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. -2- Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. -3- Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari. -4- Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. -5- Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. -6- Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. -7- Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. -8- Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.

Með öðrum orðum þá verðum við að leyfa náttúrulegum kærleika Jesú að verða hluti af okkur. Heimurinn mun sjá hver Jesús er í okkur, þegar við birtum Hann eins og Hann er á þessari jörð.

Jesaja 60:1-4

Statt upp, skín þú, því að ljós þitt kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir þér! -2- Sjá, myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum. En yfir þér upp rennur Drottinn, og dýrð hans birtist yfir þér. -3- Þjóðirnar stefna á ljós þitt og konungar á ljómann, sem upp rennur yfir þér. -4- Hef upp augu þín og litast um: Þeir safnast allir saman og koma til þín. Synir þínir koma af fjarlægum löndum, og dætur þínar eru bornar á mjöðminni.

Guð blessi þig!