Hinn nýi maður

Esekíel 36:26-27

Og ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. -27- Og ég mun leggja yður anda minn í brjóst og koma því til vegar, að þér hlýðið boðorðum mínum og varðveitið setninga mína og breytið eftir þeim.

Þessi spádómlega innsýn inn í hinn nýja mann sem Esekíel spáði um gefur okkur vísbendingu um hver við erum í Kristi.

Esekíel nefnir hér tvö meginatriði 1) Nýr andi. 2) Heilagur andi.

HVAÐ HEFUR ÞÚ FENGIÐ Í ANDA ÞINN, HINN NÝJA MANN?

Fyrra Pétursbréf 3:4

heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda. Það er dýrmætt í augum Guðs.

Efesusbréfið 4:22-24

Þér eigið að hætta hinni fyrri breytni og afklæðast hinum gamla manni, sem er spilltur af tælandi girndum, -23- en endurnýjast í anda og hugsun og -24- íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans.íklæðast hinum nýja manni, sem skapaður er eftir Guði í réttlæti og heilagleika sannleikans.

Í fyrsta lagi er nýji maðurinn óforgengilegur, það er að segja fullkominn.

Í öðru lagi hefur hann verið skapaður í réttlæti og sönnum heilagleika.

Gerir þú þér grein fyrir því að það er hver þú ert í anda þínum?

Vandamálið er að sál þín er ekki hrein, ytra flæði anda þíns er saurgað þegar það streymir út í gegnum óhreina sál. Þetta er það sem Páll postuli vísaði til í hér fyrir neðan.

Síðara Korintubréf 7:1

Þar eð vér því höfum þessi fyrirheit, elskaðir, þá hreinsum oss af allri saurgun á líkama og sál og fullkomnum helgun vora í guðsótta.

Andi þinn er hreinn og guðlegur, en útstreymi lífs frá anda þínum getur mengast þegar það fer í gegnum óhreina sál.

Við sjáum svo oft í þjónustu, að lífsflæðið í gegnum fólk er saurgað af óhreinni sál, að stíga inn í fullkomnun krefst hreinsunar og frelsunar sálarinnar til að hið sanna líf Jesú flæði út.

Fyrra Pétursbréf 1:22

Þér hafið hreinsað yður(sálina) með því að hlýða sannleikanum og berið hræsnislausa bróðurelsku í brjósti. Elskið því hver annan af heilu hjarta.

Pétur gefur hér greinilega til kynna að sálin sé ekki hreinsuð við nýfæðinguna. Hreinsun sálarinnar er ferli.

Við munum koma aftur að hreinsun sálarinnar síðar. Við þurfum núna að líta á nýja manninn, anda þinn.

Jakobsbréf 1:18

Eftir ráðsályktun sinni fæddi hann oss með orði sannleikans, til þess að vér skyldum vera frumgróði sköpunar hans.

Nýja lífið okkar! Allir eiginleikar Guðs eru í þínum endurfædda anda. Biblían gerir það ljóst að nýji maðurinn er eitt með Jesú.

Fyrra Jóhannesarbréf 4:17

Með því er kærleikurinn orðinn fullkominn hjá oss, að vér höfum djörfung á degi dómsins, því að vér erum í þessum heimi eins og hann er.

Fyrra Korintubréf 1:30

Honum er það að þakka að þér eruð í Kristi Jesú. Hann er orðinn oss vísdómur frá Guði, bæði réttlæti, helgun og endurlausn.

Kólossusbréfið 2:9-10

Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega. -10- Og í honum, sem er höfuð hvers konar tignar og valds, hafið þér öðlast hlutdeild í þessari fyllingu.

Þetta eru ótrúlegar staðhæfingar um hver við erum í Kristi, og hvað Kristur hefur gert okkur að, við endurfæðinguna.

EF VIÐ VITUM HVERNIG JESÚS ER, VITUM VIÐ HVERNIG VIÐ ERUM

Þetta gæti hljómað brjálað fyrir suma, jaðrar við guðlast, en áður en blóðþrýstingurinn hækkar skulum við skoða fleiri ritningarstaði.

Kólossusbréfið 3:10

og íklæðst hinum nýja, sem endurnýjast til fullkominnar þekkingar og verður þannig mynd skapara síns.

Nýi maðurinn er endurnýjaður. Í grískunni neos:G3501 endurnýjaður í eins og við vitum að Jesús er.

Það er með því að vita hvernig Jesús er. Orðið þekking hér er gríska orðið epignosis. Við þurfum að skilja hvað þetta gríska orð þýðir í raun.

Bullinger’s English to Greek Lexicon segir þetta. Epignosis er; þekking sem fæst með ítarlegri þátttöku einstaklingsins í viðfangi efnis, þekking sem hefur mikil áhrif á viðkomandi. Með öðrum orðum, það er þekking sem aflað er af samfélagi, það er opinberunarþekking sem er móttekin með Heilögum Anda.

Þegar við með anda opinberunar skiljum hvernig Jesús er, skiljum við að þetta er hvernig nýi maðurinn okkar er í sáðkornsmynd. Þetta er aðeins hægt að skilja þetta með opinberun.

Þó að allir eiginleikar Jesú hafi verið gefnir okkur við endurfæðinguna, þá getum við aðeins áttað okkur á þessu með því að vita hvernig Jesús er, með opinberun Heilags Anda fyrir okkur, aðeins þá getum við raunverulega vitað það og samþykkt það.

Síðara Pétursbréf 1:3

Hans guðdómlegi máttur hefur veitt oss allt, sem leiðir til lífs og guðrækni með þekkingunni á honum, sem kallaði oss með sinni eigin dýrð og dáð.

Þetta vers segir að Jesús hafi (fortíð) gefið okkur allt sem við þurfum, með þekkingunni á honum.

Páll postuli sagði þetta:

Síðara Korintubréf 3:18

En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum (sjáum eins og í spegli) dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Páll er að segja hér að ef við lítum á Drottin eins og í spegli munum við verða eins og það sem við sjáum.

Þetta er ótrúleg staðhæfing, þegar þú horfir í spegil hvað sérðu, mynd af sjálfum þér. Hins vegar er Páll að segja að þegar þú horfir í þennan spegil sjáðu sjálfan þig eins og Drottin Jesús og þú munt verða eins og hann.

Með því að sjá Hann umbreytist þú í sömu mynd.

Við höfum erft allt sem Jesús er, eins framleiðir eins. Það er ekkert sem vantar upp á.

Kólossusbréfið 2:9-10

Því að í honum býr öll fylling guðdómsins líkamlega. -10- Og í honum, sem er höfuð hvers konar tignar og valds, hafið þér öðlast hlutdeild í þessari fyllingu.

Að koma fræinu í fullan þroska

Efesusbréfið 4:13

þangað til vér verðum allir einhuga í trúnni og þekkingunni á syni Guðs, verðum fullþroska og náum vaxtartakmarki Krists fyllingar.

Galatabréfið 4:19

börn mín, sem ég að nýju el með harmkvælum, þangað til Kristur er myndaður í yður!

Kirkjan í Galatíu var farin að snúa sér frá náð yfir í verk og Páll postuli skrifaði þeim þetta.

Galatabréfið 2:21

Ég ónýti ekki náð Guðs. Ef réttlæting fæst fyrir lögmál, þá hefur Kristur dáið til einskis.

Galatabréfið 3:6

Svo var og um Abraham, hann trúði Guði, og það var honum til réttlætis reiknað.

Galatabréfið 3:16

Nú voru fyrirheitin gefin Abraham og afkvæmi hans, þar stendur ekki og afkvæmum, eins og margir ættu í hlut, heldur og afkvæmi þínu, eins og þegar um einn er að ræða, og það er Kristur.

Kristur þarf að vera fullkomlega mótaður í okkur af náð, náð, náð.

Fræ þarf að vaxa til að verða fullgild eftirmynd foreldris síns. Á sama hátt þarf hið nýja fræ í anda þínum að vaxa til að ná vaxtartakmarki Krists fyllingar.

Hvernig kemur þetta til? Fræ vaxa þegar þau hafa réttan jarðveg og loftslag, ef rétt skilyrði eru uppfyllt mun andi þinn vaxa hratt inn í fyllingu Krists.

Lúkasarguðspjall 2:52

Og Jesús þroskaðist að visku og vexti, og náð hjá Guði og mönnum.

Lúkasarguðspjall 2:52

En sveinninn óx og styrktist, fylltur visku, og náð Guðs var yfir honum.

Rétt eins og Jesús óx að vexti og andi hans varð sterkur, gerum við það líka. Andi þinn getur tekið í sig hluti Guðs á ótrúlegum hraða, ef fræið í okkur fær réttu aðstæðurnar til að spretta út í líf, visku, kraft og alla eiginleika Guðs.

Jobsbók 32:8

En það er andinn í manninum og andblástur hins Almáttka, sem gjörir þá vitra.

Vöxtur kemur með því að vera í ljósinu, Jesús. Með því að sjá hann breytist þú.

Vöxtur kemur með því að dvelja í Orðinu, Jesús. Opinberun breytir þér.

Vöxtur kemur með því að drekka vatn, andi Guðs. Fyllist stöðugt af Heilögum Anda.

Vöxtur kemur með því að biðja í andanum (tungutal).

Sumt veldur hröðum vexti anda þíns og ætti að vera í forgang. Ef þú fylgir listanum mun ör vöxtur hefjast og ferlinu ljúka hratt.

  • Dvelja í augljósri nærveru Guðs og taka á móti Honum.
  • Að borða Orðið daglega, þegar Orðið er móttekið með opinberun breytir það þér.

Jesús sagði að maðurinn mun lifa af því að fá Orðið frá himnum.

Matteusarguðspjall 4:4

Jesús svaraði: Ritað er: Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni.

Þetta er ekki bara að lesa orðið heldur að fá opinberun “Rhema orð” í anda þinn daglega. Gef oss í dag vort daglega brauð.

  • Að biðja með anda þínum. Að biðja í tungum byggir upp anda þinn og veldur hröðum vexti.

Fyrra Korintubréf 14:14

Því að ef ég biðst fyrir með tungum, þá biður andi minn, en skilningur minn ber engan ávöxt.

Júdasarbréf 1:20

En þér, elskaðir, byggið yður sjálfa upp í yðar helgustu trú. Biðjið í heilögum anda.

Þetta er það sem veldur því að andi þinn þroskast fljótt í mynd Jesú. Þessi vöxtur ætti ekki að taka mörg ár. Páll varð fyrir vonbrigðum með að kirkjan í Galatíu hefði ekki náð þessu þroskastigi. Hann hélt áfram að biðja um að Kristur mætti mótast að fullu í þeim.

Þetta fullkomna fræ í þér bíður eftir réttum jarðveg, vatni, hita og ljósi til að spretta fram í mynd Jesú

Rómverjabréfið 8:19

Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Rómverjabréfið 8:29

Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra.

Jesús var frumburður margra sem myndu líkjast honum.

Guð blessi þig!