Þegar við göngum inn í nýtt tímabil og lítum til baka þurfum við að spyrja okkur, hversu mikið land höfum við tekið á síðustu tólf mánuðum?
Ég er ekki svo mikið að tala um utanaðkomandi bardaga, bardagarnir inn á við eru þeir sem skipta í raun mestu máli. Að vinna baráttuna innra með sér er aðalkrafa fyrir okkur til að komast áfram í göngu okkar með Drottni. Það er bein tenging á milli þess hversu stóran hluta bardagans við höfum unnið inn á við og hversu mikið land við getum tekið hið ytra.
Síðara Korintubréf 10:5
Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist. -6- Og vér erum þess albúnir að refsa sérhverri óhlýðni, þegar hlýðni yðar er fullkomin orðin.
Ein mesta innri barátta sem við stöndum frammi fyrir er sú að komast inni í hvíldina. Frásögnin af landvinningum Kanaans í Gamla testamentinu er mynd ef þessari innri baráttu. Sagan af baráttu Ísraels við að komast inn í fyrirheitna landið var skuggamynd af innri baráttu okkar í dag.
Hebreabréfið 3:17-18
Og hverjum var hann gramur í fjörutíu ár? Var það ekki þeim, sem syndgað höfðu og báru beinin á eyðimörkinni? -18- Og hverjum sór hann, að eigi skyldu þeir ganga inn til hvíldar hans, nema hinum óhlýðnu?
Hebreabréfið 4:1
Fyrirheitið um það að ganga inn til hvíldar hans stendur enn, vörumst því að nokkur yðar verði til þess að dragast aftur úr.
Páll postuli lýsir sigri Ísraels á fyrirheitna landinu sem því að ganga til hvíldar. Páll sagði einnig að ferð Ísraels til fyrirheitna landsins væri okkur til fyrirmyndar í dag í versunum hér fyrir neðan.
Fyrra Korintubréf 10:1-6
Ég vil ekki, bræður, að yður skuli vera ókunnugt um það, að feður vorir voru allir undir skýinu og fóru allir yfir um hafið. -2- Allir voru skírðir til Móse í skýinu og hafinu. -3- Allir neyttu hinnar sömu andlegu fæðu -4- og drukku allir hinn sama andlega drykk. Þeir drukku af hinum andlega kletti, sem fylgdi þeim. Kletturinn var Kristur. -5- En samt hafði Guð enga velþóknun á flestum þeirra og þeir féllu í eyðimörkinni. -6- Þessir hlutir hafa gjörst sem fyrirboðar fyrir oss, til þess að vér verðum ekki sólgnir í það, sem illt er, eins og þeir urðu sólgnir í það.
Það eru vígi í huga okkar sem halda okkur frá fyllingu fyrirheita og tilgangs Guðs og hindra að við förum inn í fyrirheitna landið okkar hið innra.
Síðara Korintubréf 10:5
Vér brjótum niður hugsmíðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingunni á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist.
Vantrú risinn sem heldur aftur af okkur
Með því að fjarlægja hulu vantrúar opnast dyr að ótrúlegri göngu með Guði, ganga sem tekur okkur inn á svið nándar og sambands við Drottin sem fer langt út fyrir normið í núverandi meðalmennsku kristninnar.
Ótti, efi, vantrú er risinn sem flestir kristnir bera með sér til grafar. Flestir kristnir trúa ekki að Guð muni sjá um þá, þessi yfirlýsing gæti hneykslað þig, engu að síður er það satt. Ísraelsmenn höfðu upplifað kraft Guðs í ósigri Faraós, þeir höfðu orðið vitni að því að Guð annaðist þá í eyðimörkinni, en þegar reyndi á mistókst þeim vegna vantrúar.
Hebreabréfið 3:19
Vér sjáum, að sakir vantrúar fengu þeir eigi gengið inn.
Hebreabréfið 4:3
En vér, sem trú höfum tekið, göngum inn til hvíldarinnar eins og hann hefur sagt: Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar. Þó voru verk Guðs fullgjör frá grundvöllun heims.
Vandamálið var að þeir gátu ekki treyst Guði fyrir lífi sínu
Guð hefur áætlun fyrir líf þitt, þegar þú leggur líf þitt undir að fylgja Drottni, hlýða rödd hans, yfirgefur þitt líf fyrir hann, treystir honum til að sjá um þig, þá munt þú byrja að skipta út þínum eigin vilja, löngunum og metnaði fyrir mikilleika vilja Guðs fyrir líf þitt.
Hebreabréfið 4:10
Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk.
Að yfirgefa eigið líf fyrir vilja Guðs og hætta að leitast eftir eigin vilja og löngunum, opnar það fyrir allt það sem Guð hefur fyrirbúið okkur áður en heimurinn hófst.
Hebreabréfið 4:3
En vér, sem trú höfum tekið, göngum inn til hvíldarinnar eins og hann hefur sagt: Og ég sór í bræði minni: Eigi skulu þeir inn ganga til hvíldar minnar. Þó voru verk Guðs fullgjör frá grundvöllun heims.
Fyrra Pétursbréf 1:4
Til óforgengilegrar, flekklausrar og ófölnandi arfleifðar, sem yður er geymd á himnum.
Þegar Guð fól þér að koma til þessarar jarðar til að uppfylla tilgang þinn og örlög, var allt sem þú þurftir til að uppfylla það verkefni lagt til hliðar fyrir þig. Hins vegar er það aðeins þegar þú samstillir þig og gengur inn í þá áætlun og tilgang með lífi þínu sem þetta forðabúr er leyst út til þín eins og þú þarft á því að halda.
Í upplifun þar sem Drottinn tók mig til himna sá ég risastórt forðabúr með alls kyns vistum. Það voru peningar og gjafir eins og himneskt viðskiptavit, það voru andlegar gjafir og ýmis valdsvið. Þar var mikill stafli af visku ásamt mörgum jarðneskum eignum eins og landi og byggingum. Þessi bygging var svo stór að ég gat ekki séð fyrir endann á henni, englar héldu skrá með nöfnum fólks og þeim vistum sem tilheyrðu þeim. Þegar ég fór út úr byggingunni leit ég upp á skilti yfir risastóru hurðinni, þar stóð. Ósóttar vistir.
Hvíld frá eigin verkum
Treystir þú virkilega Guði fyrir lífi þínu að því marki að vera fús til að fylgja honum jafnvel til dauða? Frumkristnir menn gátu gengið inn á hringleikavöllinn syngjandi sálma vegna þess að þeir treystu Guði fyrir lífi sínu og þeir voru skuldbundnir vilja Guðs, sama hvað það hafði í för með sér. Eftir því sem aðstæður á jörðinni verða sviksamari og lög og regla brotnar niður þurfum við að vera á þeim stað þar sem við elskum ekki líf hér svo að við hræðumst dauðann.
Opinberunarbókin 12:11
Og þeir hafa sigrað hann fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns, og eigi var þeim lífið svo kært, að þeim ægði dauði.
Þú getur aðeins komist á þann stað, þar sem allur innri ótti, streð og óöryggi hættir, þegar þú skilur þann mikla skilyrðislausa kærleika sem faðir Guð hefur til þín, þegar þú veist að hann veit hvað er best fyrir þig og þú ert algjörlega sátt(ur) við það. Þegar þú kemst á þann stað geturðu fúslega yfirgefið líf þitt til Guðs og treyst honum, sama hvað, aðeins þá hætta bardagarnir innra með þér og þú byrjar að ganga í raunverulegri sameiningu við Drottin.
Hebreabréfið 4:3
En vér, sem trú höfum tekið, göngum inn til hvíldarinnar,
Hebreabréfið 4:10-11
Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk. -11- Kostum því kapps um að ganga inn til þessarar hvíldar, til þess að enginn óhlýðnist eins og þeir og falli.
Guð blessi þig!