Saga kirkjunnar
Okkur er sagt að muna eftir því sem á undan hefur gerst
Fimmta Mósebók 32:7
Minnstu fyrri tíða, hyggið að árum liðinna alda! Spyr föður þinn, að hann megi fræða þig, gamalmenni þín, að þau megi segja þér frá! Guð annast lýð sinn
Sálmarnir 77:11
Ég víðfrægi stórvirki Drottins, ég vil minnast furðuverka þinna frá fyrri tíðum,
Sálmarnir 143:5
Ég minnist fornra daga, íhuga allar gjörðir þínar, ígrunda verk handa þinna.
Lúkasarguðspjall 17:32
Minnist konu Lots.
„Þegar Jesús talaði til kirkjunnar í Efesus sagði Hann við hana: Minnst þú því, úr hvaða hæð þú hefur hrapað (Opb 2:5).
Orðið „hrapað“ á grísku merkir „að reika frá“ og gefur í skyn að þeir ættu að líta til baka og skoða hvar kirkjan var stödd 50 árum áður.
Kirkjan – Saga hennar
Vandamálið er: Við viljum kraft frumkirkjunnar án þess að greiða þann kostnað sem hún greiddi.
Ein af forsendunum fyrir gegnumbroti og sigri er að finna í Opinberunarbókinni.
Opinberunarbókin 12:11
Og þeir hafa sigrað hann fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns, og eigi var þeim lífið svo kært, að þeim ægði dauði.
Þetta er spámannlegt um endatímakirkjuna.
Og eigi var þeim lífið svo kært, að þeim ægði dauði
Frumkirkjan var fædd í dauða og ólst upp við ofsóknir
- Stefán var grýttur til dauða.
- Jakobus var hálshöggvinn.
- Páll var einnig hálshöggvinn.
- Þúsundir gengu til dauða í hringleikahúsunum.
Andi kristinna manna í frumkirkjunni var sem andi lifandi píslarvotta
Rómverjabréfið 14:8
Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum vér Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins.
Fyrra Korintubréf 15:31
Svo sannarlega, bræður, sem ég get hrósað mér af yður í Kristi Jesú, Drottni vorum: Á degi hverjum vofir dauðinn yfir mér.
Filippíbréfið 1:21
Því að lífið er mér Kristur og dauðinn ávinningur.
Þeir voru ekki eigin eign
Líf þeirra var ekki þeirra eigið
Eignir þeirra tilheyrðu ekki þeim sjálfum.
Þeir voru reiðubúnir að gefa allt fyrir Jesú. Þeir lifðu ekki lengur fyrir sjálfa sig.
Jesús sagði við kirkjuna í Smyrnu
“Þér munuð þrenginga hafa í tíu daga.”
Opinberunarbókin 2:10
Kvíð þú ekki því, sem þú átt að líða. Sjá, djöfullinn mun varpa nokkrum yðar í fangelsi, til þess að yðar verði freistað, og þér munuð þrenging hafa í tíu daga. Vertu trúr allt til dauða, og ég mun gefa þér kórónu lífsins.
Rómverski keisarinn Díókletían lýsti yfir stríði gegn kirkjunni á Smyrnu tímabilinu, sem stóð í 10 ár, gríðarlegur fjöldi kristna urðu píslarvættir.
Andi frumkirkjunnar var andi sjálfsafneitunar, andi krossins
Síðara Tímóteusarbréf 2:12
Ef vér stöndum stöðugir, þá munum vér og með honum ríkja. Ef vér afneitum honum, þá mun hann og afneita oss.
Guð er að reisa upp nýja tegund kirkju, kirkju sem mun klæðast þjónustulund og sjálfsafneitun
Hebreabréfið 12:1 & 3-4
-1-Fyrst vér erum umkringdir slíkum fjölda votta, léttum þá af oss allri byrði og viðloðandi synd og þreytum þolgóðir skeið það, sem vér eigum framundan.
-3- Virðið hann fyrir yður, sem þolað hefur slíkan fjandskap gegn sér af syndurum, til þess að þér þreytist ekki og látið hugfallast. -4- Í baráttu yðar við syndina hafið þér ekki enn þá staðið í gegn, svo að blóð hafi runnið.
Saga kirkjunnar er saga sjálfsafneitunar, fórnar og dauða
Filippíbréfið 2:5-9
Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. -6- Hann var í Guðs mynd. En hann fór ekki með það sem feng sinn að vera Guði líkur. -7- Hann svipti sig öllu, tók á sig þjóns mynd og varð mönnum líkur. -8- Hann kom fram sem maður, lægði sjálfan sig og varð hlýðinn allt til dauða, já, dauðans á krossi. -9- Fyrir því hefur og Guð hátt upp hafið hann og gefið honum nafnið, sem hverju nafni er æðra,
Við lifum í samfélagi þar sem allir vilja láta þjóna sér. Við eigum réttindi, við skiljum réttindi okkar og stöndum með sjálfum okkur. Heilar nýjar kynslóðir ungs fólks hafa verið aldir upp við húmaníska hugmyndafræði þess að standa með sjálfum sér. Sálfræði hefur komið í stað almennrar skynsemi og Orðs Guðs.
Nú er ólöglegt að aga börn sín með vendinum. Þessir nýaldar “velgjörðarmenn” með gráður í sálfræði, sem hafa smeygt sér inn í stjórnsýsluna, hafa heilaþvegið heila kynslóð. Afleiðingin er lögleysa og óreiða.
Hræðileg skortur á góðri framkomu ungs fólks í dag er einkenni um skort á aga, raunverulegri kennslu og framkvæmd á því hvað sé rétt og rangt.
Rómverjabréfið 15:1-3
Skylt er oss, hinum styrku, að bera veikleika hinna óstyrku og hugsa ekki um sjálfa oss. -2- Sérhver af oss hugsi um náungann og það sem honum er gott og til uppbyggingar. -3- Kristur hugsaði ekki um sjálfan sig, heldur eins og ritað er: Lastyrði þeirra, sem löstuðu þig, lentu á mér.
Hefur þú einhvern tíma velt fyrir þér af hverju Jesús talaði aldrei gegn þrælahaldi á sínum tíma? Páll postuli hvatti þræla til að þjóna húsbændum sínum af trúmennsku.
Jesús boðaði aldrei að ríkisvöldum skyldi steypt með valdi. Hann hvatti okkur einfaldlega til að sýna eiginleika Guðs ríkis í allri auðmýkt, blíðlyndi og kærleika. Hann vissi að aðeins kærleikurinn getur sigrað hið illa.
Rómverjabréfið 12:21
Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú illt með góðu.
Rómverjabréfið 13:1-2
Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði. -2- Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.
Títusarbréf 2:9
Áminn þræla, að þeir séu undirgefnir húsbændum sínum og í öllu geðþekkir, ekki svörulir,
Skipanir Páls til húsbænda voru:
Kólossubréfið 4:1
Þér sem eigið þræla, veitið þeim það sem rétt er og sanngjarnt og vitið, að einnig þér eigið Drottin á himni.
Það eru hinir hógværu sem að lokum erfa jörðina, og þegar við verðum eins og lömb mun ljónið ganga með lambinu.
Saga frumkirkjunnar er saga þess að leggja líf sitt niður, taka upp krossinn og þjóna öllu mannkyni með kærleika.
Guð blessi þig!