Hennar bústaður

Orð Páls í Postulasögunni 17. kafla greina frá því hvar hin frumkristna kirkja bjó og dvaldi, hvar hennar bústaður var:

Postulasagan 17:28

Í honum lifum, hrærumst og erum vér. Svo hafa og sum skáld yðar sagt: Því að vér erum líka hans ættar.

Þeir lifðu og hrærðust í Guði. Guð var uppspretta alls fyrir þá.

Það var engin sálfræði, aðeins máttur Guðs. Venjulegir menn og konur fylltir Heilögum anda kollvörpuðu heiminum.

Vanmáttur kirkjunnar til að sýna fram á hið yfirnáttúrulega hefur hrakið tugþúsundir frá dyrum hennar.

Þeir lifðu og hrærðust í Guði

Það eru ráðstefnur sem við getum sótt, biblíuskólar sem við getum stundað, og óendanlegt magn kristilegs fróðleiks og kennslu í boði. Vandamálið er að við fyllum fólk af kenningum í stað þess að fylla það af Guði.

Þeir voru ekki flóknir eða háþróaðir, smurningin var allt fyrir þá. Þeir skildu að án Heilags anda væri engu hægt að áorka. Við getum haldið kirkjusamkomu sem er svo mótuð eftir þörfum fólks (seeker sensitivce)  að öllu er stillt á lægsta mögulega samnefnara. Það eru ótal námskeið um hvernig eigi að gera hlutina og byggja stóra kirkju.

Postulasagan 2:47

Þeir lofuðu Guð og höfðu vinsældir af öllum. En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast létu.

Postulasagan 4:4

En margir þeirra, er heyrt höfðu orðið, tóku trú, og tala karlmanna varð um fimm þúsundir.

Svo margar kirkjur í dag eru eins og keðjufyrirtæki.

Þær líta allar eins út, syngja sömu lögin og fylgja sömu stefnu. Kirkjurnar í Jerúsalem, Antíokkíu og Efesus voru hins vegar mjög ólíkar með mismunandi skipulag. Þegar við reynum að vera eins og einhver önnur kirkja, þá er bústaður okkar ekki lengur í Guði. Þetta á einnig við um einstaklinga, ekki reyna að vera eins og einhver annar.

Við verðum að vita hvað Guð hefur kallað okkur til að gera, því þar er smurningin. Örlög rætast með því að vita og framkvæma vilja Guðs.

Þeir lifðu og hrærðust í Guði, með sýnum, draumum, smurningu, englum og krafti Guðs.

Musterið og samkundan

Gyðingar á tímum Jesú höfðu tvo mismunandi tilbeiðslustaði. Í samkundunni gátu þeir hlýtt á orðið, tekið við þjónustu og átt samfélag.

Í musterinu fólst tilbeiðslan í samskiptum við nærveru og dýrð Guðs. Við þurfum bæði þessi form tilbeiðslu, en kannski ekki á sama tíma. Við þurfum langar stundir sem við tengjumst og fáum kraft frá nærveru og dýrð Guðs.

Tilbeiðsla líkt og átti sér stað í musterinu hefur því miður verið afar fjarverandi í flestum kirkjum. En það er einmitt sá staður þar sem við öðlumst kraft, smurningu og opinberun. Samskipti við áþreyfanlega nærveru Guðs opna aðra vídd, stað og nærveru þar sem við getum fengið snertigu frá Guði á þann hátt sem ekki er mögulegut annars staðar. Það er staður opinberunar, köllunar og kraftveitingar.

Postulasagan 4:31-32

Þegar þeir höfðu beðist fyrir, hrærðist staðurinn, þar sem þeir voru saman komnir, og þeir fylltust allir heilögum anda og töluðu orð Guðs af djörfung. -32- En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur höfðu þeir allt sameiginlegt.

Postulasagan 4:13

Þegar þeir sáu djörfung Péturs og Jóhannesar og skildu, að þeir voru ólærðir leikmenn, undruðust þeir. Þeir könnuðust og við, að þeir höfðu verið með Jesú.

Ef við viljum upplifa þann kraft og dýrð sem Páll postuli talaði um í Síðara Korintubréfi 3:18, verðum við að uppfylla skilyrðin.

Síðara Korintubréf 3:7-9

En ef þjónusta dauðans, sem letruð var og höggvin á steina, kom fram í dýrð, svo að Ísraelsmenn gátu ekki horft framan í Móse vegna ljómans af ásýnd hans, sem þó varð að engu, -8- hversu miklu fremur mun þá þjónusta andans koma fram í dýrð? -9- Ef þjónustan, sem sakfellir, var dýrleg, þá er þjónustan, sem réttlætir, enn þá miklu auðugri að dýrð.

Páll segir að kirkja Nýja testamentisins eigi að upplifa miklu meiri dýrð en kirkja Gamla testamentisins.

Páll útskýrir síðan hvernig þessu er náð:

Síðara Korintubréf 3:18

En allir vér, sem með óhjúpuðu andliti endurspeglum dýrð Drottins, ummyndumst til hinnar sömu myndar, frá dýrð til dýrðar. Þetta gjörir andi Drottins.

Síðara Korintubréf 4:1

Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast.

Í tilbeiðslu líkt og var í musterinu horfum við á Drottin í langan tíma, sem leiðir til umbreytingar. Með þessu öðlumst við kraft og alvæpni. Þegar þetta gerist verður þjónustan áreynslulaus, því bústaður okkar og kraftur er frá Guði.

Síðara Korintubréf 4:1

Með því að vér höfum þessa þjónustu á hendi fyrir miskunn Guðs, þá látum vér ekki hugfallast.

Það er til orðatiltæki sem segir að þú getir ekki andað inn einu sinni og andað út tvisvar.

Með öðrum orðum, nema við höfum drukkið djúpt af nærveru Drottins, getum við ekki andað út þjónustu.

Hin frumkristna kirkja lærði að lifa í Guði. Geta þeirra og árangur voru í samræmi við þann kraft sem þeir fengu frá Heilögum anda.

Jóhannesarguðspjall 15:5-6

Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört. -6- Hverjum sem er ekki í mér, verður varpað út eins og greinunum, og hann visnar. Þeim er safnað saman og varpað á eld og brennt.

Páll postuli komst á þann stað að það var ekki lengur hann sem var að framkalla þjónustuna.

Galatabréfið 2:20-21

Ég er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig. -21- Ég ónýti ekki náð Guðs. Ef réttlæting fæst fyrir lögmál, þá hefur Kristur dáið til einskis.

Hvers vegna hafa allar vakningar hingað til dofnað?

Við biðjum um vakningu, en í raun þurfum við að vera á þeim stað þar sem árangur vakningarinnar er stöðugur. Saga kirkjunnar endurtekur sama mynstrið: við biðjum um vakningu, hún kemur á endanum en dofnar svo aftur.

Vakning er til þess að færa kirkjuna aftur til „eðlilegs“ ástands.

Hugmyndin er að við verðum á þeim stað og viðhöldum blessunum Guðs sem eiga sér stað í vakningu. Stöðug vakning ætti að vera normið, og það mun á endanum verða, en við þurfum að skilja ástæður þess að við missum hana í upphafi.

Flestar vakningar glatast vegna þess að við reynum að skipuleggja þær í stað þess að leyfa þeim að flæða eins og þeim er ætlað. Við notum vakningarnar til að byggja eitthvað fyrir okkur sjálf, verðum eigingjörn, stjórnsöm og förum í varnaham. Ein tegund stjórnunar sem er ásættanleg í lífi kirkjunnar er sjálfsagi (Galatabréfið 5:22-23).

Í öðru lagi glatast vakningar vegna þess að við vanrækjum musteristilbeiðslu – hinn stöðuga stað valdeflingar. Musterið var staðurinn þar sem fórnir voru færðar. Stöðugt að leggja niður eigið líf er nauðsynlegt, og það að vera stöðugt í opinberaðri nærveru Drottins er lykilatriði fyrir varanlega vakningu.

Það var frá musterinu sem lífsins vatn streymdi út á göturnar.

Esekiel 47:1 & 8-9

-1- Nú leiddi hann mig aftur að musterisdyrunum. Þá sá ég að vatn spratt upp undan þröskuldi hússins mót austri, því að framhlið musterisins vissi til austurs. Og vatnið rann niður undan suðurhlið musterisins, sunnanvert við altarið.

-8- Þá sagði hann við mig: Þetta vatn rennur út á austurhéraðið og þaðan ofan á sléttlendið, og þegar það fellur í Dauðahafið, í salt vatnið, verður vatnið í því heilnæmt. -9- Og allar lifandi skepnur, allt sem hrærist, fær nýtt fjör alls staðar þar sem fljótið kemur, og fiskurinn mun verða mjög mikill, því að þegar þetta vatn kemur þangað, verður vatnið í því heilnæmt(læknar), og allt lifnar við, þar sem fljótið kemur.

Musterið er staður tilbeiðslu og uppgjafar, staður þar sem við erum endurnýjuð, umbreytt og valdefld af dýrð Guðs til að flæða út á göturnar með lífgefandi vatni fagnaðarerindisins.

Guð blessi þig!