Hennar uppskera
Við höfum skoðað sögu kirkjunnar, búsetu hennar, og nú þurfum við að líta á uppskeru hennar.
Á bak við síbreytilega pólitíska og alþjóðlega strauma í heiminum í dag er eitt undirliggjandi mál, baráttan um heimsyfirráð. Þetta er grundvallarástæða allra pólitískra, efnahagslegra og félagslegra fléttna í heiminum í dag. Á bak við þessa miklu valdabaráttu stendur Lúsifer, erkióvinur mannsins og kirkjunnar.
Það geisar orusta yfir þessari jörð sem mun ekki stöðvast fyrr en Opinberunarbókin 20:1-3 gengur í uppfyllingu.
Opinberunarbókin 20:1-3
Nú sá ég engil stíga niður af himni. Hann hélt á lykli undirdjúpsins og stórum fjötri í hendi sér. -2- Og hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. -3- Hann kastaði honum í undirdjúpið og læsti og setti innsigli yfir, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þúsund árin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.
Adam fékk jörðina að gjöf sem heilagt traust. Hlutverk hans var að færa himininn til jarðar; þetta var upphafið á útbreiðslu Guðs ríkis um alheiminn. Fall Adams, og þar með alls mannkyns, breytti ekki tilgangi Guðs.
Adam afhenti vald sitt yfir þessari jörð til Lúsifers
Lúkasarguðspjall 4:5-6
Þá fór hann með hann upp og sýndi honum á augabragði öll ríki veraldar. -6- Og djöfullinn sagði við hann: Þér mun ég gefa allt þetta veldi og dýrð þess, því að mér er það í hendur fengið, og ég get gefið það hverjum sem ég vil.
Adam framseldi vald sitt yfir plánetunni til Satans, en Jesús dó á krossinum fyrir allt mannkyn og hóf nýja kynslóð, nýja sköpun á jörðinni. Hans sæði myndi mylja höfuð Satans og taka þessa plánetu aftur.
Fyrsta Mósebók 3:15
Og fjandskap vil ég setja milli þín og konunnar, milli þíns sæðis og hennar sæðis. Það skal merja höfuð þitt, og þú skalt merja hæl þess.
Daníelsbók 7:18
En hinir heilögu Hins hæsta munu eignast ríkið, og þeir munu halda ríkinu ævinlega og um aldir alda.
Jesús gaf tilskipunina
Markúsarguðspjall 16:15
Hann sagði við þá: Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.
Frumkirkjan sá uppskeru á hvítasunnudegi, endatímakirkjan mun sjá mikla loka-uppskeru.
Önnur Mósebók 23:16
Þú skalt halda hátíð frumskerunnar, frumgróðans af vinnu þinni, af því sem þú sáðir í akurinn. Þú skalt halda uppskeruhátíðina við árslokin, er þú alhirðir afla þinn af akrinum.
Ísraelsmenn héldu þrjár aðalhátíðir: Páskahátíð, Hvítasunnuhátíð og Laufskálahátíð.
Frumgróðahátíðin, var Hvítasunnuhátíðin.
Uppskeruhátíðin, Laufskálahátíðin, var í lok ársins.
Matteusarguðspjall 13:47-49
Enn er himnaríki líkt neti, sem lagt er í sjó og safnar alls kyns fiski. -48- Þegar það er fullt, draga menn það á land, setjast við og safna þeim góðu í ker, en kasta þeim óætu burt. -49- Svo mun verða, þegar veröld endar: Englarnir munu fara til, skilja vonda menn frá réttlátum,
Hin loka-uppskera sem er í vændum verður svo mikil að hún mun umbreyta núverandi skipulagi kirkjunnar. Guð hefur geymt fyrir kirkjuna í þessari kynslóð hina stærstu og mestu andlegu uppskeru sem heimurinn hefur nokkurn tíma séð.
Gott og illt hefur þrifist í hverri kynslóð í þúsundir ára sem stöðugt ferli sáningar. En þetta mun allt enda í þessari kynslóð.
Eitt af lögmálum uppskerunnar er sáning og uppskera
Jobsbók 4:8
Að því, er ég hefi séð: Þeir sem plægðu rangindi og sáðu óhamingju, þeir einir hafa uppskorið það.
Galatabréfið 6:7
Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera.
Amos 9:13
Sjá, þeir dagar munu koma, segir Drottinn að erjandinn skal ná kornskurðarmanninum og víntroðslumaðurinn sáðmanninum. Þá munu fjöllin löðra í vínberjalegi og hálsarnir verða í einu flóði.
Jesaja 8:18
Sjá, ég og synirnir, sem Drottinn hefir gefið mér, vér erum til tákns og jarteikna í Ísrael frá Drottni allsherjar, sem býr á Síonfjalli.
Unglingar og jafnvel börn munu verða í fararbroddi og verða meðal hinna mestu fagnaðarboðara. Þau munu lækna sjúka og reka út illa anda. Sum munu taka stjórn á sjúkrahúsum og lækna alla, jafnvel á geðdeildum.
Eins og Satan reyndi að tortíma öllum börnum á tímum Móse með því að drepa þau, hefur hann einnig í þessari kynslóð reynt að ná börnum með fóstureyðingum, fíkniefnum, klámi, kynferðisofbeldi og því að draga milljónir barna niður í kvalir helvítis, syndar, áfalla og örvæntingar.
En ég vil segja ykkur sannleikann: Eins djúpar rætur og Satan hefur í þeim, munu þau fá endurlausn og fyllast af Guði.
Jezebel þú munt missa börnin þín
Jesaja 47:8-9
En heyr nú þetta, þú hin sællífa, er situr andvaralaus og segir í hjarta þínu: Ég og engin önnur. Í ekkjudómi skal ég aldrei sitja og eigi reyna, hvað það er að vera barnalaus. -9- En hvort tveggja þetta skal þér að hendi bera skyndilega, á einum degi. Þú skalt bæði verða barnalaus og ekkja. Í fullum mæli mun það yfir þig koma, þrátt fyrir þína margvíslegu töfra og þínar miklu særingar.
Dauði og hel þú munt missa börnin þín
Matteusarguðspjall 13:39
Óvinurinn, sem sáði því, er djöfullinn. Kornskurðurinn er endir veraldar og kornskurðarmennirnir englar.
Daníelsbók 7:18
En hinir heilögu Hins hæsta munu eignast ríkið, og þeir munu halda ríkinu ævinlega og um aldir alda.
Guð blessi þig!