Landslagið er að breytast
Við erum í breytingaferli, kirkjan á eftir að taka stórkostlegum breytingum. Þó að við sjáum Guð starfa í dag á mismunandi stöðum um allan heim, stendur kirkjan í heild sinni á krossgötum og til að fara á næsta stig sem Guð hefur í vændum fyrir kirkjuna eru breytingar óumflýjanlegar.
Breytingar eru ekki auðveldar þar sem þær krefjast trúar og áhættu. Það sem virkaði á síðasta áratug mun ekki virka næsta áratuginn. Stór hluti kirkjunnar í dag er árangursmiðuð, velgengnismiðuð. Oft er viðmið kirkjunnar lækkað með það markmið að verða skemmtileg og þægileg fyrir alla, þessar málamiðlanir geta verið hættulegar.
Það er mikil lofgjörð á samkomum en nánast engin tilbeiðsla. Tilbeiðslan á áttunda áratugnum var miklu öflugri en flest það sem við sjáum í dag. Kirkjan hefur glatað tilbeiðslulistinni í ákafa sínum að fylgja veraldlegum tónlistarstraumum. Tilbeiðsla í sinni hreinustu merkingu er algjör uppgjöf fyrir Guði. Tilbeiðsluathöfn er uppgjöf.
5. Mósebók 26:10
Og nú færi ég hér frumgróðann af ávexti landsins, þess er þú, Drottinn, hefir gefið mér. Því næst skalt þú setja það niður frammi fyrir Drottni Guði þínum og falla fram fyrir Drottni Guði þínum.
Hebreska orðið: 7812. shachah, shaw-khaw’; af rótinni; leggja niður, þ.e. halla sér (í virðingu fyrir konungdómi eða Guði):–beygja sig (sjálfur) niður, krjúpa, falla niður (flatur), biðja auðmjúklega, hlýða, sýna lotningu, láta beygja sig, tilbeiðslu.
Jóhannesarguðspjall 4:23
En sú stund kemur, já, hún er nú komin, er hinir sönnu tilbiðjendur munu tilbiðja föðurinn í anda og sannleika. Faðirinn leitar slíkra, er þannig tilbiðja hann.
Gríska orðið: 4352. proskuneo, pros-koo-neh’-o; frá G4314 og G2965 (þýðir að kyssa); að beygja sig eins og fyrir konungi, hallast í virðingu (sýna lotningu, dást að):–dýrka.
Bæði þessi orð hafa þá merkingu að beygja sig í algjörri uppgjöf fyrir Guði. Í tilbeiðslu er oft notast við söng og orð, en staða hugans og hjartans er lotning og að gefa sig algjörlega Guði.
Við gefum okkur ekki tíma í þetta á samkomum og missir okkar er mikill. Breytingar verða að koma ef við ætlum að halda áfram.
Jesús sagði að fagnaðarerindið um ríkið yrði að prédika áður en hann snýr aftur.
Matteusarguðspjall 24:14
Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
Matteusarguðspjall 9:35
Jesús fór nú um allar borgir og þorp og kenndi í samkundum þeirra. Hann flutti fagnaðarerindið um ríkið og læknaði hvers kyns sjúkdóm og veikindi.
Við erum umbreytast frá kirkjuöld til ríkisaldar.
Þó að kirkjan sé hluti af ríki Guðs er hún ekki Guðsríkið. Kirkjan er oft hugsað sem samkoma kristinna manna á ákveðnum stað, vegna þessa tengjum við kirkjuna við byggingu.
Gríska orðið yfir kirkju hefur allt aðra merkingu.
1. Korintubréf 1:1-2
Páll, kallaður að Guðs vilja til að vera postuli Jesú Krists, og Sósþenes, bróðir vor, heilsa söfnuði Guðs í Korintu, þeim sem helgaðir eru í Kristi Jesú, heilagir að köllun til, ásamt öllum þeim, sem alls staðar ákalla nafn Drottins vors Jesú Krists, sem er þeirra Drottinn og vor.
577. ekklesia, ek-klay-see’-ah; úr samþ. af G1537 og G2564; kallaður út, útvalinn.
Kallað eða útvalið fólk, kallað út úr ríki myrkursins inn í Guðsríkið.
Þetta kallaða fólk (kirkjan) hittist af og til saman til þjálfunar og kennslu og til að uppfylla sameiginlega sýn. Þegar kirkjan verður stofnun eða smáríki, koma yfirleitt reglur og stjórnkerfi til staðar sem hneppa fólkið í þrældóm.
Þó að ég trúi að í ríki Guðs séu tignir, forysta og eftirlit, er þetta oft notað í kirkjunni til að viðhalda stöðu og stjórn. Í ríki Guðs er þjónninn mestur.
Nýtt hugarfar
Nýtt hugarfar þarf til að taka á móti þeim breytingum sem Guð er að leiða fram. Vegna þess að áherslan hefur verið lögð á að byggja kirkjuna en ekki ríkið varð kirkjan, kirkjan mín, kirkjan okkar, við erum að byggja kirkjuna okkar. Þetta hefur í för með sér samkeppni, afbrýðisemi og djúpstæðan skort á yfirvaldi Guðsríkisins.
Jesús sagði að ég mun byggja kirkju mína, en að þú eigir að leita fyrst hans ríkis. Í hugarfari konungsríkis skiptir ekki máli hvort einstaklingur endi í kirkjunni þinni eða einhverri annarri kirkju, eða hvað ?
Jesús sagði að fagnaðarerindið um RÍKIÐ yrði prédikað á endatímum áður en hann mun snúa aftur.
Þessi kynslóð þarf að vita hver hún er, hvers vegna hún er hér, hvert hún er að fara og hvernig hún kemst þangað.
Jóhannes sá fram yfir tíma sinn til nýrrar dýrðar. Þetta er annar sannleikur sem nýaldarhreyfingin tók beint úr Biblíunni. Þessari öld mun ljúka með gífurlegum árekstrum ljóss og myrkurs, góðs og ills og loks víkja fyrir frábærri nýrri öld friðar og gleði, öld spennu og áskorana.
Komandi þúsundáraríki Krists er hluti af boðskapnum um Guðsríki. Hins vegar til að vera hluti af því ríki þarf Drottinn að byggja ríki sitt í okkur. Við verðum að vera staðfest í Guðsríkinu. Ef við ætlum að ríkja í ríki Guðs verður hann fyrst að setja ríki sitt upp í okkur.
Þessa áherslu vantar mjög í kirkjuna í dag. Hvenær heyrðir þú síðast predikun um, Fjallræðuna? Mat 5. og 6. kafli. Hvenær heyrðir þú síðast um námskeið um Fjallræðuna?
Jóhannesarguðspjall 13:35
Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.
Heimurinn á enn eftir að sjá þetta, ríkið í lífi kristinna manna.
Matteusarguðspjall 5:16
Þannig lýsi ljós yðar meðal mannanna, að þeir sjái góð verk yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.
2. Tímoteusarbréf 3:17
til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks.
1. Tímoteusarbréf 6:18-19
Bjóð þeim að gjöra gott, vera ríkir af góðum verkum, örlátir, fúsir að miðla öðrum, -19- með því safna þeir handa sjálfum sér fjársjóði sem er góð undirstaða til hins ókomna, og munu geta höndlað hið sanna líf.
Þetta eru aðeins nokkrar ritningargreinar sem leggja áherslu á mikilvægi góðra verka. Gera góðverk; til hinna ófrelsuðu, sýna kærleika og eiginleika ríkisins. Það er kominn tími til að fólk Guðs fari að sýna ríkið, ekki bara með því að lækna sjúka o.s.frv., heldur að sýna hjarta Guðs þessum þurfandi heimi.
Guð blessi þig!