Neville Johnson var frábær kennari sem skildi eftir sig mikla arfleifð í formi kennslu sem kallast “Secrets of the Kingdom” eða “Leyndardómar Guðsríkisins”. Ég vil heiðra Neville Johnson með því að þýða hans kennslu yfir á íslensku, líkama Krists til uppbyggingar. Þessi kennsla er virkilega öflugur grundvöllur fyrir alla að fara í gegnum. Hver kennsla er stutt, hnitmiðuð og áhrifarík og ég hvet ykkur til að fara í gegnum allar kennslurnar til þess að vaxa hratt sem einstaklingar inn í ykkar köllun og útvalningu. Neville lést 1. september 2019.

1.Þessaloníkubréf 5:21

Prófið allt, haldið því, sem gott er.

Hér fyrir neðan hefst 1 kennslan af yfir 200 sem ég stefni á að þýða fyrir síðuna Ljós í myrkri.

Inngangur

Tilgangurinn með þessum vikulegu trúarpistlum er að leiða þig í ferðalag inn í dýpri hluti með Guði. Það er markmið mitt að þetta verði ævintýri fyrir þig, upplifun til skilnings og opinberunar. Páll postuli skrifaði til kirkjunnar í Hebreabréfinu 6:1-2 VIÐ SKULUM SÆKJA FRAM. Hann var að hvetja okkur að halda lengra en bara inn í grunnundirstöður sannleikans og kafa í djúp auðlegðar Drottins og náðar hans. Það er mun meira fyrir þig að skilja og stíga inn í.

1.Korintubréf 2:9

En það er eins og ritað er: Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns, allt það sem Guð fyrirbjó þeim, er elska hann. En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs.

Hver erum við?

Sálmarnir 8:4-8

Þegar ég horfi á himininn, verk handa þinna, tunglið og stjörnurnar, er þú hefir skapað, hvað er þá maðurinn þess, að þú minnist hans, og mannsins barn, að þú vitjir þess? Þú lést hann verða litlu minni en Guð, með sæmd og heiðri krýndir þú hann. Þú lést hann ríkja yfir handaverkum þínum, allt lagðir þú að fótum hans: sauðfénað allan og uxa, og auk þess dýr merkurinnar,

Þessi spurning hefur verið spurð af vitringum, heimspekingum, guðfræðingum og mönnum á öllum aldri. Hver erum við? Hvaðan komum við? Hversu gömul erum við? Við lifum á jörðinni og snúumst um í óendanlegu rými, hvers vegna erum við hér? Þetta eru spurningar sem við munum leitast við að svara, að minnsta kosti að hluta. Hvað segir Biblían um þessar flóknu spurningar?

Jæja, Biblían Orð Guðs segir okkur að við erum sköpuð í mynd og líkingu Guðs, 1.Mós 1:26-27. Það þýðir ekki einungis að við höfum sömu lögun og form eins og Guð, heldur höfum við líka sömu gáfur, eins og huga, vilja og tilfinningar. Þannig að við erum eins og Guð. Við erum börn Guðs og eins gefur af sér eins. Við erum fyrst og fremst andi, ritningarnar vísa oft í að maður sé andi og þetta er fyrsti sannleikurinn sem við þurfum að skilja.

1. Korintubréf 2:11

Hver meðal manna veit hvað mannsins er, nema andi mannsins, sem í honum er?

Prédikarinn 3:21

Hver veit, hvort andi mannanna fer upp á við, en andi skepnunnar niður á við til jarðar?

Við þurfum að spyrja, hversu lengi hefur andi þinn verið til? Var andi þinn skapaður daginn sem þú varst getin á jörðu, eða við fæðingu þína? Til að svara þessu þurfum við að líta á nokkra ritningarstaði.

2. Tímóteusarbréf 1:9

Hann hefur frelsað oss og kallað heilagri köllun, ekki eftir verkum vorum, heldur eftir eigin ákvörðun og náð, sem oss var gefin fyrir Krist Jesú frá eilífum tímum,

Þetta vers segir okkur að Guð gaf okkur köllun og tilgang áður en við fæddumst í þennan heim, og áður en þessi heimur varð til. Þú varst á lífi áður en heimurinn var skapaður. Þú ert mjög gamall.

Jerermía 1:5

Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig. Ég hefi ákvarðað þig til að vera spámann þjóðanna!

Hér segir Guð að áður en spámaðurinn Jeremía fæddist í þennan heim, vígði Guð hann til að vera spámann þjóðanna.

Einu sinni þegar ég var á bæn og var undir miklum þrýstingi og streitu, fékk ég himneska heimsókn. Þessi himneski gestur kenndi mér og gaf mér mikinn skilning um reynslu Jobs. Eftirfarandi er stutt yfirlit yfir það sem gesturinn kenndi mér.

Í fyrstu 37 köflum Jobsbókar er Job að kvarta yfir stöðu sinni í lífinu og þeirri mikla reynslu sem hann var að ganga í gegnum. Í 38 kafla kallar Guð hann á teppið og spyr hann að spurningu.

Jobsbók 38:4

Hvar varst þú, þegar ég grundvallaði jörðina? Seg fram, ef þú hefir þekkingu til.

Guð er að spyrja Job hvar hann var þegar heimurinn var skapaður. Guð skilgreinir þetta tímabil í tíma í versi 7.

Jobsbók 38:7

Þá er morgunstjörnurnar sungu gleðisöng allar saman og allir guðssynir fögnuðu?

Þegar undirstöður jarðarinnar voru lagðar hrópuðu synir Guðs af gleði. Þetta fólk, synir Guðs voru þarna og sáu þetta allt.

Svo heldur Guð áfram og segir þetta:

Jobsbók 38:21

Veist þú það, af því að þú varst fæddur þá?, eða vegna þess að tala daga þinna er há? (KJ Útgáfan)

Á yfirborðinu lítur þetta út eins og Guð sé að hæðast af Job en það er ekki raunin. King James útgáfan er ekki eins skýr og hún gæti verið. Upprunalega hebreskan fyrir þetta vers gefur miklu skýrari mynd af þessu versi. Við skulum líta á þetta vers í þremur öðrum útgáfum sem gefa nákvæmari þýðingu.

Jobsbók 38:21

“Þú veist það, því að þú varst fæddur þá, og fjöldi daga þinna er mikill! (NAS Útgáfan)

Jobsbók 38:21

Vissulega veist þú það, því þú varst þegar fæddur! Þú hefur lifað í svo mörg ár! (NI Útgáfan)

Jobsbók 38:21

En auðvitað veist þú allt þetta, þú varst fæddur þá og þú ert mjög gamall! (Living Bible)

Þessar ritningar gera það ljóst að Job var einn af sonum Guðs sem öskraði af gleði þegar þessi heimur var búin til, og meira að segja hafði hann mikla innsýn inn í myndun þessarar jarðar ásamt öllum flóknu smáatriðum hennar. Undrið við þetta allt er enn meira þegar þú gerir þér grein fyrir því að þú varst þarna líka, þegar þessi heimur varð til. Þessar upplýsingar eru fljótar að tapast eða skyggjast þegar við komum inn í þetta líf á jörðinni og erum klædd í dauðlegan líkama. Guð hressti upp á minni Jobs frá þessum atburðum og þetta hafði mikil áhrif á hann og leysti hann út úr örvæntingu hans og skaut honum aftur inn í tilgang sinn hér á jörðinni. Job hafði sagt við Guð að hann langaði til að deyja, Job 6:8-9. Guð í kafla 38 var að segja við hann, Job þú vildir koma hingað til þessarar jarðar, þér var gefið verkefni, tilgang til að uppfylla hérna, stattu nú upp eins og maður og uppfylltu hann. Einnig þú varst sendur úr návist Guðs til þessarar jarðar til að uppfylla hér hátt og göfugt starf, 2. Tím 1:9.

Hugleiddu þessa hluti og láttu þessi sannindi fylla þig með lotningu. Þessi heimur er ekki þitt heimili, þú ert hér í leiðangri. Ekki hafa öll börn Guðs komið til þessarar jarðar eða munu koma en þú varst valin. Ekki allir sem koma, uppfylla verkefni sitt og tilgang sinn hér. Fyrir kross Jesú varst þú færður inn í ríki Guðs og sem sonur Guðs er verkefni þitt að koma Guðsríki til jarðarinnar. Það er tilgangur Guðs að einhvern tíma snúir þú aftur heim, miklu meiri, göfugri andi í mynd og líkingu Jesú. Verðu tíma í að hugleiða þetta. Hvers vegna ert þú hér? Fyrir hvaða tilgang komst þú til þessarar jarðar? Andi þinn er mjög gamall, og veit miklu meira en það sem hugur þinn hefur skilið hingað til. Þegar hjarta þitt og hugur er sammála eru þér allir hlutir mögulegir í Kristi Jesú. Biðjið, leitið og knýið á. Leitið Sannleikans, Hann mun gera yður frjáls.

Guð blessi þig