Í síðustu viku sáum við að í trú skapaði Guð alheiminn úr hlutum sem komu ekki fram eða sáust ekki. Við sáum líka að þegar trúnni er miðlað verður hluturinn til í hinu andlega. Trúin er sannfæring um það sem enn hefur ekki komið fram.
Hebreabréfið 11:3
Fyrir trú skiljum vér, að heimarnir eru gjörðir með orði Guðs og að hið sýnilega hefur ekki orðið til af því, er séð varð.
Hebreabréfið 11:1
Trúin er fullvissa( eða efniviðurinn(substance,hupostasis)) um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá.
Hvernig öðlumst við þessa trú?
Í Markúsarguðspjalli 11. kafla er okkur sagt að hafa trú Guðs.
Markúsarguðspjall 11:1
Jesús svaraði þeim: Trúið á Guð. (Upprunalegi textinn segir “hafið Guðs trú“, hvernig fáum við slíka trú?)
Ég hef heyrt sagt að við höfum öll trú, við þurfum ekki meira, trúarkorn á stærð við sinnepsfræ er nóg til að flytja fjöll. Þetta er misskilningur. Oft er dæmið notað að í hvert skipti sem þú sest á stól þá ertu að iðka trú, ekki alveg, það er traust. Trú er miklu meira en það, trú er áþreifanlegt efni sem hægt er að sjá í hinu andlega.
Rómverjabréfið 12:3
Fyrir þá náð, sem mér er gefin, segi ég yður hverjum og einum að hugsa ekki hærra um sig en hugsa ber, heldur í réttu hófi, og halda sér hver og einn við þann mæli trúar, sem Guð hefur úthlutað honum.
Áherslan í þessu versi er á mælikvarða trúarinnar, við fengum öll ákveðinn mælikvarða trúar þegar við endurfæddumst, trú til að trúa því að syndir okkar væru fyrirgefnar og við værum orðin börn Guðs, en þetta kom af því að heyra orð Guðs. Við eigum svo í framhaldi að ganga í trú og vaxa í trú.
Trúin kemur af því að heyra orð Guðs
Rómverjabréfið 10:17
Svo kemur þá trúin af boðuninni, en boðunin byggist á orði Krists.
Þetta felur í sér að stöðug miðlun trúar er nauðsynleg, trú kemur með því að heyra Guð tala til okkar, og það gefur til kynna að samband sé nauðsynlegt til að ganga í trúnni og vaxa. Til að halda áfram að ganga í trú þurfum við stöðugt á miðlun trúar frá Guði. Þegar Guð talar er trú miðlað og Guð talar á margan hátt, en þegar hann talar og við heyrum, þá er trú miðlað. Trú kemur með því að heyra orð (Rhema) Guðs, persónuleg orð til þín frá Guði.
Þegar trú er miðlað hefur þú sönnunargögnin um að sá hlutur sé nú til í hinu andlega: Trúin er sönnun þess sem enn hefur ekki sést.
Hvernig komum við því inn í okkar áþreifanlega líkamlega heim?
Jesaja 14:24
Drottinn allsherjar hefir svarið og sagt: Sannlega, það, sem ég hefi fyrirhugað, skal verða og það, sem ég hefi ályktað, skal framgang fá.
Síðara Korintubréf 4:13
Vér höfum sama anda trúarinnar sem skrifað er um í ritningunni: Ég trúði, þess vegna talaði ég. Vér trúum líka og þess vegna tölum vér.
Þessum alheimi er stjórnað af anda, andasviðið stjórnar líkamlega sviðinu, allt er fyrst til í hinu andlega. Til þess að koma því sem er til í hinu andlega, inn í hið líkamlega, ÞARF TALAÐ ORÐ.
Þegar þú hefur trú verður þú að TALA ÞAÐ ÚT. Ég trúði, þess vegna talaði ég.
Markúsarguðspjall 11:1
Jesús svaraði þeim: Trúið á (eins og) Guð.
Fyrst að trú er gefin, hefur þú sannanir fyrir því að það sem þú ert að trúa á, sé nú til.
Markúsarguðspjall 11:23
Sannlega segi ég yður: Hver sem segir við fjall þetta: Lyft þér upp, og steyp þér í hafið, og efar ekki í hjarta sínu, heldur trúir, að svo fari sem hann mælir, honum mun verða að því.
Hver sem segir.
Og efar ekki í hjarta sínu.
Heldur trúir að svo fari sem hann mælir.
Honum mun verða af því.
Þetta eru orð Jesú sem talaði aðeins sannleika.
Þú verður að segja og ekki efast í hjarta þínu. Orðið efi hér er af gríska orðinu “diakrino”, þetta orð þýðir; að aðskilja rækilega eða gera mismun á. Það þýðir að hafa aðra andlega sýn en það sem þú ert að trúa á.
Þegar Guð talar til þín skapar það orð hugarsýn í hjarta þínu og sú sýn er sjónræn sönnun þess að hluturinn sem þú hefur trú á sé til. Þú sérð það.
Orðið efi þýðir að hafa aðra andlega mynd af því sem þú ert að trúa á. Þú mátt ekki efast með hjarta þínu eða ímyndunarafli, þú verður að varpa öllu niður sem er andstætt hinni sönnu sýn.
Margir kristnir trúa á til dæmis velmegun, en í hjarta sínu búa þeir sig undir að bregðast, þeir verja sig og það sem þeir eru að treysta á, með því að hafa viðbragðsáætlun ef það gengur ekki upp.
Þegar þú veist að Guð hefur talað þá verður þú að gera það orð líkamlegt, gera það raunverulegt. Baráttan er alltaf við efan í huganum eða í ímyndunaraflinu.
Tunga þín, orðin sem þú talar, eru tengd sýn hjarta þíns sem stjórnar lífi þínu.
Þú verður að samræma orð þín við sýn hjarta þíns. Orð framkvæma sýn hjarta þíns.
Fyrsta Mósebók 1:2-3
Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum. -3- Guð sagði: Verði ljós! Og það varð ljós.
Andi Guðs grúfði yfir vötnunum og GUÐ SAGÐI verði ljós og það varð ljós. Heilagur andi getur ekki myndað sýn hjarta þíns fyrr en þú hefur talað það út og haldið áfram að trúa því orði án efa.
Þú verður að lifa í samræmi við orð þín. Oft ertu að byggja eitthvað upp og á næsta augnabliki að rífa það niður með andstæðum orðum.
Hebreabréfið 3:1
Bræður heilagir! Þér eruð hluttakar himneskrar köllunar. Gefið því gætur að Jesú, postula og æðsta presti játningar vorrar.
Hebreabréfið 3:6
en Kristur eins og sonur yfir húsi hans. Og hans hús erum vér, ef vér höldum djörfunginni og voninni, sem vér miklumst af.
Hebreabréfið 4:14
Er vér þá höfum mikinn æðsta prest, sem farið hefur í gegnum himnana, Jesú Guðs son, skulum vér halda fast við játninguna.
Haltu fast í hjarta þínu og munni, játningu þína, orðin sem þú talaðir eftir að trúin var komin til þín. Ekki efast í huganum eða með ímyndunaraflinu og þú munt fá það sem þú segir.
Þróaðu samband, göngu með Drottni og þú munt heyra og vaxa stöðuglega í trú, þú munt fara frá trú til trúar, ganga með Drottni og gera vilja hans og færa andrúmsloft himnaríkis til jarðar hvert sem þú ferð.
Rómverjabréfið 1:17
Því að réttlæti Guðs opinberast í því fyrir trú til trúar, eins og ritað er: Hinn réttláti mun lifa fyrir trú.
Guð blessi þig!