Guð er að fæða fram nýtt sæði á jörðina, vegna þess að það er sæði hans, mun það verða eins og hann. Hann er að fæða fram marga syni í sinni mynd og líkingu, þar sem við fylgjum einfaldlega handleiðslu Jesú sem er vegur kærleikans mun þessi umbreyting hefjast í lífi okkar, það mun gerast á einfaldan en þó djúpan hátt, fyrir náð hans byrjum við að breytast.
Ef við höfum löngun til að breytast og verða líkari honum og við vöxum í kærleika, þá verður breytingin sjálfvirk. Það er nú ekki erfitt! Þegar við leggjum niður líf okkar til að birta hann sem er kærleikur, munu hraðar breytingar eiga sér stað innra með okkur.
Nú er nauðsynlegt að útskýra hvernig þetta virkar svo við getum unnið með Guði í þessu umbreytingarverki.
Farísearnir voru guðfræðingarnir þegar Jesús gekk um jörðina í holdi sínu. Þeir lærðu lögin og voru opinber yfirvöld við að túlka ritningarnar. Með öllum þessum lærdómi vissu þeir ekki hver Jesús var.
Þeir voru vandvirkir við að fylgja jafnvel fínustu atriðum laganna en misstu hins vegar af hinum raunverulega sannleika. Jesús sagði þetta um þá.
Jóhannesarguðspjall 5:39-40
“Þér rannsakið ritningarnar, því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær, sem vitna um mig, en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.”
Margir kristnir þekkja orð Guðs, en þekkja ekki höfundinn, þeir vita ekki hver hann er.
Jesús var að segja að þú lest ritningarnar en kemur ekki til mín til þess að þú megir hafa líf.
Matteusarguðspjall 15:17-20
“Skiljið þér ekki, að allt sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni? En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann.”
Ef við ætlum að verða eins og Jesús verðum við að vita hvernig hann er.
Við verðum að vita og skilja hvernig hann umbreytir okkur.
Jesús sagði að það sem kemur út úr okkur, saurgar okkur.
Matteusarguðspjall 15:17-20
“Skiljið þér ekki, að allt sem inn kemur í munninn, fer í magann og lendir síðan í safnþrónni? En það sem út fer af munni, kemur frá hjartanu. Og slíkt saurgar manninn. Því að frá hjartanu koma illar hugsanir, manndráp, hórdómur, saurlifnaður, þjófnaður, ljúgvitni, lastmælgi. Þetta er það, sem saurgar manninn. En að eta með óþvegnum höndum saurgar engan mann.”
Þetta er djúpstæð yfirlýsing og gefur okkur innsýn í breytingaferlið innra með okkur til góðs eða ills.
Fyrir mörgum árum í upphafi þjónustu minnar, opnaði Drottinn augu mín fyrir andaheiminum. Þetta stóð í margar vikur þar til ég bað Drottin um að loka fyrir það. Í margar vikur voru augu mín opin fyrir veruleika hins andlega bæði dag og nótt, ég gat ekki lokað fyrir þetta. Mér til mikils léttis lokaði Drottinn minn aftur fyrir þetta.
Á þessu tímabili fór ég að skilja hvernig sumar athafnir og gjörðir manna í hinum veraldlega heimi hefur áhrif í hinu andlega.
Við höfum tilhneigingu til að tala um ást og hatur sem óhlutbundnar birtingarmyndir, bara tilfinningar, orð eða langanir o.s.frv. Hins vegar er þetta ekki raunin.
Ástin er kraftur og hefur efni; hatur er máttur og hefur efni. Allur kraftur birtist sem titringur. Þetta sést betur á hljóði; hljóð er einfaldlega titringur(tíðni) og hefur bylgjulengd sem skilgreinir ýmsar birtingarmyndir þess.
Þegar ég nota orðið „kraftur“ má líta á það sem tíðni. Þessi tíðni eða kraftur getur verið gagnlegur eða skaðlegur fyrir okkur. Englar hafa miklu hærri tíðni en menn, og nema þú sért stilltur á þeirra tíðni eru þeir okkur ósýnilegir.
Kraftur Guðs sem framkallar skapandi kraftaverk er miklu hærri tíðni en krafturinn sem er notaður til að lækna aðstæður sem krefjast ekki skapandi kraftaverka. Ljós og hljóð eru kraftur sem starfa innan ákveðinna tíðna.
Þú segir, hvað hefur þetta að gera með að umbreytast í mynd Jesú? Góð spurning, það hefur allt að gera með umbreytingu þína.
Leyfðu mér að lýsa sumu af því sem ég sá og skildi á þeim tíma þegar augu mín voru opin fyrir andasviðinu.
Rómverjabréfið 14:7
“Því að enginn af oss lifir sjálfum sér og enginn deyr sjálfum sér.”
Þegar við göngum í gegnum lífið skiljum við eftir okkur slóð góðs og ills, jákvæðra og neikvæðra áhrifa. Þessar slóðir sitja eftir og áhrif þeirra jafnvel margfaldast. Þetta er einn af grundvallarveruleika lífsins. Við skiljum ekki aðeins eftir okkur slóð heldur búum við til okkar eigið himnaríki eða helvíti.
Orðskviðirnir 23:7
“Því að eins og hann hugsar í hjarta sínu, svo er hann.” (KJV)
Sérhver hugsun sem við höfum, kemur út frá okkur sem kraftur eða titringur, þetta á líka við um orðin sem við tölum og þær sterku langanir sem við höfum.
Ég sá að sérhver hugsunarorð, löngun eða tilfinning eins og ást, gleði, reiði, sjálfsvorkunn eða ótti birtist í gegnum okkur sem kraftur, sem aftur birtist í andaheiminum sem litur, hljóð, lykt, og oft er hægt að finna bragð.
Það er vers sem sýnir okkur að þessi kraftur eða tíðni sem við vörpum frá okkur hefur einmitt þessi áhrif. Ef þú ert til dæmis að varpa frá þér tíðni ótta, þá skynja illu andarnir það og dragast að þér til að láta ótta þinn verða að veruleika. (Innskot þýðanda)
Orðskviðirnir 10:24
“Það sem hinn óguðlegi óttast, kemur yfir hann”
Viðhorf þín bókstaflega klæða þig í ljós eða myrkur
Sjálfsvorkunn klæðir þig í hræðilega ógeðslegan lit og lykt sem heldur þér föstum í því ástandi og það hefur áhrif á aðra í kringum þig. Þessi kraftur hefur áhrif á heilsu þína og andlegt ástand.
Viðhorf þín klæða þig ljósi eða myrkri, við erum öll stöðugt að gefa frá okkur eitthvað. Þessar útsendingar frá þér eru kraftur og hafa mikil áhrif á þig.
Sjö andar Drottins í kringum hásæti Guðs eru táknaðir með litum sem hver um sig gefur frá sér mismunandi lit regnbogans. Opinberunarbókin 2. og 4. kafli.
Ótti er svo sterkur titringur eða kraftur að djöflar geta greint hann úr mikilli fjarlægð.
Djöfulegir andar og englar geta vitað hvað þú ert að framkalla úr lífi þínu með þeim litum, hljóði, lykt og bragðinu sem streymir frá þér.
Langanir manneskju til góðs eða ills framkalla kraft og titring sem fer frá henni.
Þetta ljós, litir, hljóð, lykt, sem fer í gegnum þig, saurgar þig eða hreinsar þig.
Jesús sagði að það er það sem kemur út af þér sem saurgar þig.
Sérhver neikvæðni, eigingirni, afbrýðisemi, reiði, ófyrirgefning eða viðhorf sjálfsvorkunnar koma fram á þennan hátt. Þessi viðhorf kalla fram ótímabæra öldrun, valda sjúkdómum og valda skaða á öllum stigum tilveru þinnar.
Á hinn bóginn mun sérhver kærleiksrík, góð og langlynd viðhorf gera hið gagnstæða og blessa þig með ríkulegu lífi.
Skoðum Jesaja 61:2-3
“til að boða náðarár Drottins og hefndardag Guðs vors, til að hugga alla hrellda, til að láta hinum hrelldu í Síon í té, gefa þeim höfuðdjásn í stað ösku, fagnaðarolíu í stað hryggðar, skartklæði (klæði lofgjörðar, KJV) í stað hugarvíls. Þeir munu kallaðir verða réttlætis-eikur, plantan Drottins honum til vegsemdar.”
Athugið: þessi ritningin kallar lofgjörð, klæði. Eitthvað sem þú klæðir þig með.
“Strongs” Hebreska orðabókin útskýrir þetta sem að klæða sig ljósi og lit, að skína
Flík 4594. ma’ateh, mah-at-eh’; frá H5844; klæðnaður:–klæði.
Lofgjörð 8416. tehillah, teh-hil-law’; frá H1984; lofgjörð; sérstakur. (samþ.) sálmur:–lofgjörð. Þetta kemur frá rótinni halal
1984. halal, haw-lal’; a prim. rót; að vera hreinn (uppruni hljóðs, en venjulega af lit); að skína; dýrð, gefa [ljós]
Þegar þú lofar Guð frá hjarta þínu byrjar þú að gefa frá þér ljós, lit og hljóð, þessi klæði lofgjörðar eyða myrkri þyngdar (þunglyndi).
Þú ert alltaf að sýna eða senda eitthvað. Hvað sem þú ert að senda mun annað hvort vegsama þig eða tortíma þér. Svo einfalt er það.
Ég sá fólk sýna hatur, þetta hatur fór um það eins og dimmt drulluský sem umvafði það og dreifðist marga metra út frá þeim.
Vantrú kemur fram eins og mjög dökkur litur sem eyðileggur fólk hægt og rólega og opnar líkama þeirra fyrir sjúkdómum, hún hefur líka neikvæð áhrif á hugann.
Það er gríðarlegur kraftur í hugsunum okkar.
Orðskviðirnir 23:7
“Því að eins og hann hugsar í hjarta sínu, svo er hann.” (KJV)
Hvert okkar er á mismunandi andlegu stigi og þroska, þetta birtist í gæðum ljóssins sem við sendum frá okkur. Þetta ljós með sínum afbrigðum birtist í því sem oft er kallað ára okkar og umlykur okkar andlega mann. Því bjartara sem ljósið er því lengra ertu komin andlega. Þetta er áberandi í hinu andalega.
Öfund hefur niðurdrepandi dökkgrænan lit og hefur hræðilega lykt. Þegar öfund fer í gegnum þig hefur það áhrif á þig líkamlega og andlega, þið hafið eflaust heyrt orðatiltækið, “grænn af öfund”.
Því að úr hjartanu koma vondar hugsanir, þetta er það sem saurgar manninn. Sjá Mat 15:19-20.
Þegar hugur þinn og varir missa kraftinn til að skaða ljósið sem kemur í gegnum þig, verður þú svo ljómandi og kraftmikill að það mun umbreyta þér.
Þegar Móse var kominn á enda sinnar þjónustu hafði hann fullkomna heilsu, fullkomna sjón, fullkomna heyrn og hefði lifað áfram ef Guð hefði ekki tekið hann. Hvers vegna var þetta?
Ritningarnar segja okkur að hann hafi verið hógværasti maður sem nokkurn tíma hafði lifað. Hógværðin, auðmýktin sem hann gekk í breytti honum svo að náttúrulega líf hans varð ekki fyrir skaða. Önnur ástæðan fyrir þessu var sú að hann hafði eytt svo miklum tíma í nærveru og dýrð Guðs að það breytti honum líka.
Boltinn liggur hjá okkur, hvernig ætlum við að lifa og hvaða krafti(tíðni) varpa frá okkur?