Endurnýjun hugans (framhald)
Við munum halda áfram með þetta vers hér að neðan.
Rómverjabréfið 12:2
takið háttaskipti með endurnýjung hugarfarsins,
Biblían segir skýrt að Jesús sé “Orðið” eða Orð Guðs.
Jóhannesarguðspjall 1:1 & 1:14
-1- Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð. -14- Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
Ef Jesús er orð Guðs, þá innihalda ritningarnar hluta af huga Guðs. Við þurfum ritningarnar í hjarta okkar og huga til að skipta út fölskum hugmyndum fyrir sannleika.
Þegar sannleikurinn úr ritningunum er gerður okkur raunverulegur af heilögum anda, endurnýjar sú opinberun hluta af huga okkar. Það er ekki nóg að lesa bara ritningarnar, opinberun er nauðsynleg til að endurnýja hugann.
Taktu eftir því sem Jesús sagði um þetta.
Jóhannesarguðspjall 6:63
Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin, sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.
Það er mjög mikilvægt að þú skiljir þetta. Sem barn ólst ég upp á guðlegu heimili og mér var kennt á hverjum degi að lesa úr Biblíunni, ég gerði þetta af kostgæfni, en enginn sagði mér hvernig ég ætti að fá opinberun. Þegar Jesús opinberar okkur eitthvað úr Orðinu hefur það lífsbreytandi áhrif á okkur. Þú getur lesið í gegnum alla Biblíuna en hún mun ekki hafa lífsbreytandi áhrif á þig nema hún sé gerð raunveruleg eða opinberuð þér af Heilögum anda.
Hugleiðsla
Oft þegar orðið hugleiðsla er nefnt hugsar fólk um nýöldina (New Age). Í fyrsta lagi skulum við gera okkur grein fyrir að, Satan falsar eða líkir eftir öllu í ríki Guðs, og sú staðreynd að það sé til fölsun, gefur til kynna að það hljóti að vera byggt á einhverju raunverulegu.
Hugleiðsla er eitt mikilvægasta andlega lögmálið í hinu andlega heimi. Nýaldarhreyfingin uppgötvaði þetta lögmál tiltölulega nýlega. Þegar hún eða meðlimir hennar byrjuðu að iðka hugleiðslu tengdust þau hinum andlega heimi, en vegna þess að áherslan var ekki á Jesú, Orð hans eða ríki, tengjast þau inn í spíritisma eða ríki Satans. (Innskot þýðanda: Þið hugsið ykkur kannski eitthvað mjög myrkt og óhugnanlegt en við skulum muna að Satan getur birst í ljósengilsmynd.)
Það er ekkert rangt við þetta andlega lögmál, það er hvað þú ert að einblína á þegar þú hugleiðir sem breytir öllu. Ég las skýrslu um daginn eftir kristinn leiðtoga sem var að gagnrýna spámannlegu hreyfinguna, í þessari skýrslu notaði hann setninguna, “Þessi kennsla kemur beint úr nýöldinni.” Þetta er í grunninn rangt hjá honum. Nýaldarhreyfingin tók þennan sannleika beint úr Biblíunni. Það sem þú einbeitir þér að muntu tengjast, góðu eða illu.
Bæði hebreska og gríska orðið fyrir hugleiðslu hafa svipaða merkingu.
Hebreska – Hugleiðsla – Hagah þýðir að muldra, mögla, tala, læra. – Hawgooth þýðir að hugsa eða hugleiða. – Siyach þýðir að hugleiða með sjálfum sér upphátt.
Gríska – Hugleiðsla – Meletao þýðir að snúast í huganum, að ímynda sér.
Biblíuleg hugleiðsla þýðir að hugleiða, ræða við sjálfan sig, pæla, velta fyrir sér, snúast eða snúast í huganum, ímynda sér.
Hvernig þú átt að hugleiða
Fyrst þarftu að vita hvað þú ætlar að hugleiða.
Þetta getur verið mjög fjölbreytt, þú gætir byrjað á ritningarversi, eða kannski hugleitt Guð eða Jesú. Þú getur hugleitt það sem Guð hefur kallað þig til, eða yfir loforði sem Guð hefur gefið þér. Listinn heldur áfram. Þú verður svo að kyrra sjálfan þig og verða mjög róleg(ur) innra með þér, svo íhugar þú, ímyndar þér, veltir fyrir þér, þegar þú gerir þetta með hjarta þínu til Guðs í kærleika, mun opinberun byrja að streyma. Þetta þarfnast þjálfunar og tekur tíma, en þegar þú gerir þetta mun opinberun koma, trú verður miðlað og þú munt styrkjast. Þetta er hluti af endurnýjun hugans.
(Innskot þýðanda: Hvernig biður þú? Ertu eins og manneskjan sem talar og talar en hlustar svo aldrei, ferð í gegnum listann þinn og beiðnir til Guðs og segir svo bara amen, stendur upp og gleymir að hlusta? Hugleiðsla er t.d. þessi hljóða stund með Guði eftir bæn, þar sem þú leyfir Guði að tala til þín og þú hlustar hljóð(ur) eftir fyrirmælum Hans.)
Jobsbók 33:31
Hlýð á, Job, heyr þú mig, ver þú hljóður og lát mig tala.
Harmljóðin 3:26
Gott er að bíða hljóður eftir hjálp Drottins.
Rhema og Logos
Það er mikilvægt að skilja og greina á milli grísku orðanna tveggja Rhema og Logos. Orðið Rhema er notað 70 sinnum í Nýja testamentinu og Logos er notað 331 sinnum.
Rhema hefur skilgreininguna um persónulegt orð, talað orð til hjartans, opinberað orð, það sem talað er upphátt. Þar sem Logos hinsvegar vísar til “Orðsins” Orðs Guðs í ritningunum.
3056. lógó, log’-os; frá G3004; eitthvað sagt (þar á meðal hugsunin); einnig rökhugsun (hugurinn) eða ástæða; útreikningur. (varðandi, kenningu, X sem þarf að framkvæma, ásetning, skipta máli, rök, + reikna
4487. rhema, hray’-mah; frá G4483; framburður (að segja, orð.)
Þú getur lesið Logos hið ritaða orð og ekki fengið opinberun eða Orðið talað til á þín á persónulega hátt. Það þarf Rhema orð til að veita opinberun.
Dæmi:
Jóhannesarguðspjall 6:63
Það er andinn, sem lífgar, holdið megnar ekkert. Orðin (Rhema), sem ég hef talað til yðar, þau eru andi og þau eru líf.
Efesusbréfið 6:17
Takið við hjálmi hjálpræðisins og sverði andans, sem er Guðs orð (Rhema).
Við lifum, eða tökum á móti lífi frá Rhema, hinu opinberaða Orði Guðs, og það er Rhema sem endurnýjar hugann.
Þegar þú færð Rhema eða opinberað orð frá Guði, eru gömul gildi og hugmyndir sem eru andstæð Orði Guðs (Huga Guðs) þurrkuð út þar sem ný gildi og sannleikur koma í þeirra stað.
Vandamálið er ósamrýmanleiki milli anda okkar og sálar okkar eða huga. Þetta hindrar flæði ljóssins í gegnum okkur.
Tvær tegundir þekkingar
Það eru tvö grísk orð fyrir þekkingu notuð í Nýja testamentinu. Gnosis og Epignosis.
Gnosis er gríska orðið fyrir vitsmunalega þekkingu, það sem hugurinn lærir.
1108. gnosis, gno’-sis; frá G1097; að vita (athöfnin), þ.e. (með) þekkingu:–þekking, vísindi
Epignosis er gríska orðið yfir þekkingu sem fæst í gegnum andlega opinberun.
922. epignosis, ep-ig’-no-sis; frá G1921; hugljómun, þ.e. (með) fullum skilningi, að átta sig á, þekkingu. Felur í sér vandaða þátttöku, af hálfu þess sem tekur við henni.
Epignosis er þekking sem fæst fyrir upplifun eða þátttöku, þ.e. opinberun vegna yfirnáttúrulegrar snertingu við anda opinberunar.
Opinberunarbókin 19:10
Vitnisburður Jesú er andi spádómsgáfunnar.
Efesusbréfið 1:17-18
Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann. -18- Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu,
Þegar við leyfum kærleika að verða okkar eini tilgangur og við höldum áfram að sjá Drottin með því að hugleiða Hann, þegar við leyfum hinu opinberaða orði að endurforrita huga okkar með sannleika, mun umbreyting hefjast og við munum breytast hratt og byrja að líkjast Jesú meira og meira.
Guð blessi þig!