Annar stólpi viskunnar “Friðsöm”

Orðskviðirnir 9:1

Spekin hefir reist sér hús, höggvið til sjö stólpa sína.

Jakobsbréfið 3:17

En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.

Annar stólpi viskunnar er friðsemi, hvað þýðir það ?

Fyrsti stólpinn sem við sáum var hreinleiki, þetta er grundvallareiginleikinn. Frá þessum innri eiginleika flæða hinir kröfurnar.

Fyrst hreinleiki: Ekki syndlaus hreinleiki heldur hreinir hvatar.

Neikvæð afstaða mun brengla flæði Guðs anda í gegnum okkur og valda því að móttakan verður lituð af okkar eigin neikvæðu viðhorfum. Þegar Heilagur andi gefur okkur visku mun röng afstaða brengla hana.

Biturleiki veldur alvarlegri brenglun á opinberun. Neikvæðar reynslur styrkja þig annaðhvort eða veikja þig. Þær geta annaðhvort gert þig bitran eða betri.

Biturleiki framleiðir mengun í lífi einstaklings

Líkamlegar afleiðingar:

Það er vel þekkt að beiskja veldur efnaójafnvægi, sem veldur því að heiladingull, nýrnahettur og skjaldkirtill dæla hormónum og efnum út í líkamann sem eru skaðleg öllum helstu líffærum og kerfum í líkama þínum. Orð Guðs bendir skýrt á áhrif neikvæðra tilfinninga á líkamann okkar.

Sálmarnir 32:3

Meðan ég þagði, tærðust bein mín, allan daginn kveinaði ég.

Orðskviðirnir 15:30

Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað, góðar fréttir feita beinin.

Orðskviðirnir 17:22

Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.

En andleg áhrif eru enn meiri, því að þessar neikvæðu tilfinningar og viðhorf brengla hreint flæði opinberunar og afmynda flæði Guðs visku þegar það fer í gegnum óhreina sál. Til að taka á móti visku Guðs verðum við að vera í ákveðnu innra sálarástandi.

Annar stólpinn – FRIÐSEMI

Þetta orð “friðsemi” kemur hvergi annars staðar fyrir í Biblíunni. Gríska orðið er 1516. eirenikos, og hefur merkingu ástands frekar en viðhorfs.

Það þýðir að vera fullkomlega í hvíld í hjarta og huga, lifa lífi með fullkomnu trausti til Drottins. Það er eitthvað sem við erum, frekar en eitthvað sem við höfum.

Matteus 11:28-29

Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. -29- Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar.

Hvíld fyrir sálir yðar: Huga, tilfinningar og vilja.

Jesús sagði: Til að hafa hvíld verður þú að gera nokkra hluti.

  1. Komið til mín. Jesús er svarið, uppspretta friðar og hvíldar.
  2. Takið hans ok á yður. Ekki neins annars, ekki einu sinni ykkar eigið ok.

Ok var notað til að tengja tvo uxa saman, það var alltaf venjan að tengja ungan reynslulausan uxa við eldri, sterkari og reynslumeiri. Ungi uxinn myndi læra af þeim eldri.

Jesús notar þetta sem dæmi:

Þegar þú ert tengdur Jesú, er hans ok auðvelt og hann mun bera þig.

Hvað er hans ok?

Það eru hans kröfur til þín, hvað krefst Drottinn af þér?

Pirringur, spenna og streita eiga sér stað af mörgum ástæðum.

Að streða fyrir einhverju sem er ekki þitt í Guði, eitthvað sem hann krefst ekki af þér. Þetta getur verið margt, það getur verið tilgangur lífsins þíns eða það sem þú heldur að köllun þín. Eitt sinn þegar ég var að predika gleypti ég flugu. Ég var að predika undir smurningu Heilags anda og var að segja “eða jæja, móðir hans vildi alltaf að hann væri í þjónustu.” Ég var að predika um að finna köllun sína í Guði og Heilagur andi var að reyna að koma á framfæri punkti. Sumir eru í stöðu prests eða annarrar þjónustu því það er það sem aðrir vilja fyrir þá eða það sem þeir vildu fyrir sjálfa sig en það var ekki þeirra rétta köllun.

Þegar þú ert að gera eitthvað sem Drottinn vill ekki fyrir þig, verður þú að streða við að uppfylla það, og að streða leiðir til afbrýðisemi og oft anda stjórnunar. Ekki taka á þig annarra ok, hvað krefst Drottinn af þér?

Þetta er einfalt

Hvað krefst Drottinn af þér?

Míka 6:8

Hann hefir sagt þér, maður, hvað gott sé! Og hvað heimtar Drottinn annað af þér en að gjöra rétt, ástunda kærleika og fram ganga í lítillæti fyrir Guði þínum?

Þegar þú loksins kemur til himna verður þú ekki spurður, hvað afrekaðir þú? Þú verður spurður; “HVER ERT ÞÚ?”

Matteus 7:22-23

Margir munu segja við mig á þeim degi: Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk? -23- Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.

Þegar þú loksins kemst til himna mun Guð leita að hversu mikið af syni sínum Jesú getur hann fundið í þér, hversu mikið hefur þú lært að elska. Aðal tilgangurinn með því að koma til jarðarinnar er að vera mótaður í mynd Jesú og aðstæður hér á jörðu eru nægilega erfiðar til að þetta verk geti fullmótast í þér.

Það eru margt sem þú getur ekki breytt í lífinu, það eru aðstæður sem eru utan þíns valds, það eru mistök sem þú hefur gert sem þú verður að lifa með. Taktu ábyrgð á lífi þínu, enginn skuldar þér neitt, hættu að kenna öðrum um aðstæður þínar. Það eru margt sem þú getur ekki breytt, þú verður að lifa með því.

Sálmur 37

Til söngstjórans. Eftir Davíð, þjón Drottins. -2- Rödd syndarinnar talar til hins guðlausa í fylgsnum hjarta hans, enginn guðsótti býr í huga hans. -3- Hún smjaðrar fyrir honum í augum hans og misgjörð hans verður uppvís og hann verður fyrir hatri. -4- Orðin af munni hans eru tál og svik, hann er hættur að vera hygginn og breyta vel. -5- Í hvílu sinni hyggur hann á tál, hann fetar vonda vegu, forðast eigi hið illa. -6- Drottinn, til himna nær miskunn þín, til skýjanna trúfesti þín. -7- Réttlæti þitt er sem fjöll Guðs, dómar þínir sem reginhaf. Mönnum og skepnum hjálpar þú, Drottinn. -8- Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó Guð, mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna. -9- Þau seðjast af feiti húss þíns, og þú lætur þau drekka úr lækjum unaðsemda þinna. -10- Hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós. -11- Lát miskunn þína haldast við þá er þekkja þig, og réttlæti þitt við þá sem hjartahreinir eru. -12- Lát eigi fót hins hrokafulla troða á mér né hönd óguðlegra hrekja mig burt. -13- Þar eru illgjörðamennirnir fallnir, þeim er varpað um koll og þeir fá eigi risið upp aftur.

Það eru margt í lífinu sem þú getur ekki stjórnað. Svo feldu leið þína Drottni.

Treystu Drottni fyrir lífi þitt.

Hvíldu í Drottni.

Taktu ábyrgð á aðstæðum þínum.

Ekki verða reiður.

Ekki hafa áhyggjur.

Það er viðhorf þitt sem skiptir máli.

Hinir hógværu munu erfa jörðina.

Jesús sagði: Takið á yður mitt ok og lærið af mér. Því ég er hógvær og af hjarta lítillátur og þér munuð finna hvíld sálum yðar.

Jakobsbréfið 3:13

Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Hann láti með góðri hegðun verk sín lýsa hóglátri speki.

Hóglæti spekinnar

Þetta er einn af stólpum viskunnar, undirstaða sem styður viskuna. Hættu að berjast, vertu í hvíld, vertu friðsæl, slepptu og gakktu auðmjúklega með Drottni.

Ef þú vilt hafa raunverulega visku, heyrandi eyra, verður þú að vera í hvíld, í friði og sýna frið til allra.

Til að hafa heyrandi eyra, verður þú að vera í friði.

Vitur hegðun skapar frið og samstillt sambönd.

Lítum bók viskunnar

Athugið að Jesús vitnaði meira úr Orðskviðunum en nokkurri annarri bók. Annaðhvort beint eða með að umorða. Þetta er mjög mikilvægt.

Orðskviðirnir 3:13

Sæll er sá maður, sem öðlast hefir speki, sá maður, sem hyggindi hlotnast.

Orðskviðirnir 3:15

Hún er dýrmætari en perlur, og allir dýrgripir þínir jafnast ekki á við hana.

Viskan fer ekki illa með fólk. Hún skapar velvild og frið.

Orðskviðirnir 15:1-2

Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði. -2- Af tungu hinna vitru drýpur þekking, en munnur heimskingjanna eys úr sér vitleysu.

Fólk skapar fleiri óvini með sannleika en nokkru öðru.

Ef þú snýrð stöðugt fólki á móti þér, ert þú ekki að ganga í visku.

Ef þú færð stöðugt neikvæð viðbrögð, ert þú ekki að ganga í visku.

Fjöldinn af fólki tók fúslega á móti Jesú.

Kólossubréfið 4:5

Umgangist viturlega þá, sem fyrir utan eru, og notið hverja stundina.

Prédikarinn 10:12

Orð af munni viturs manns eru yndisleg, en varir heimskingjans vinna honum tjón.

Lúkas 4:22

Og allir lofuðu hann og undruðust þau hugnæmu orð, sem fram gengu af munni hans, og sögðu: Er hann ekki sonur Jósefs?

Orðskviðirnir 16:20

Sá sem gefur gætur að orðinu, hreppir hamingju, og sæll er sá, sem treystir Drottni.

Annar stólpi viskunnar, undirstaðan sem styður viskuna, er friðsælt líferni.

Guð blessi þig!