Þriðji stólpi viskunnar “Ljúfleg”
Við höfum verið að vinna með Jakobsbréfið og Orðskviðina. Í 9. kafla í Orðskviðunum er talað um sjö súlur viskunnar og í Jakobsbréfi, 3. kafla, eru þessar sjö súlur taldar upp.
Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að við þurfum hreinar hjartahvatir til að geta túlkað það sem Guð segir án þess að það litist af óhreinleika í hjarta okkar. Þessar sjö súlur eru innri hjartastöður sem þurfa að vera til staðar til að við getum heyrt og túlkað rétt það sem Guð er að segja okkur.
Innsýn inn í raunverulegt eðli hluta
Jakobsbréf 3:17
En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst friðsöm, ljúfleg, sáttgjörn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsnislaus.
Orðið „ljúfleg“ hér er mjög áhugavert orð á grísku; „epieikes“, það þýðir bókstaflega að passa eða vera viðeigandi. Eins og þegar maður segir „það er ekki viðeigandi að gera þetta“. Þýðendur notuðu þetta gamla enska orð til að skýra merkingu gríska orðsins.
Það kemur frá hugmyndinni um að reyna ekki að setja hringlaga prjón í ferkantað gat, það passar ekki. Það hefur þá merkingu að þvinga ekki fram aðstæður, vera mildur við þær, þetta mun ekki passa.
Báðir W.E. Vine og E. W. Bullinger, sem voru fræðimenn í grísku, segja að þetta orð hafi einnig þá merkingu að vera ekki staðfastur á bókstaf lögmálsins.
Að krefjast ekki réttar síns; að láta af rétti sínum í ljúflegum anda.
Ég er ekki að tala um að gera málamiðlanir á sannleikanum, heldur að vera vitur og sjá andann í málinu fremur en bókstafinn.
Sumir munu aldrei sjá þitt sjónarhorn, ekki reyna að þröngva þínum hringlaga prjóni í þeirra ferkantaða gat, það er ekki viturlegt; þegar öllu er á botninn hvolft getur alveg verið í myndinni að þú hafir rangt fyrir þér.
Að krefjast ekki bókstaf lögmálsins
Andi lögmálsins tekur alltaf mið af hvatanum. Skækjan sem faldi hebresku njósnarana og laug síðan að óvininum um það, fékk mikil laun þrátt fyrir að hafa brotið lögmálið.
Jósuabók 2:1-4
Jósúa Núnsson sendi tvo njósnarmenn leynilega frá Sittím og sagði: Farið og skoðið landið og Jeríkó! Þeir fóru og komu í hús portkonu einnar, er Rahab hét, og tóku sér þar gistingu. -2- Konunginum í Jeríkó var sagt: Sjá, hingað komu menn nokkrir í kveld af Ísraelsmönnum til þess að kanna landið. -3- Sendi þá konungurinn í Jeríkó til Rahab og lét segja henni: Sel fram mennina, sem til þín eru komnir, þá er komnir eru í hús þitt, því að þeir eru komnir til þess að kanna allt landið. -4- En konan tók mennina báða og leyndi þeim. Og hún sagði: Satt er það, menn komu til mín, en eigi vissi ég hvaðan þeir voru. (Hún var ekki heiðarleg)
Er rangt að ljúga? Já, en ef þú lýgur til að bjarga lífi, þá yfirbugar hvatinn bókstafinn í lögmálinu og andi lögmálsins sigrar.
Andstæða þessa orðs, ljúfleg, er að vera þrætugjarn
Lítum á þetta í lífi Ísaks:
Fyrsta Mósebók 26:18-20
Og Ísak lét aftur grafa upp brunnana, sem þeir höfðu grafið á dögum Abrahams föður hans og Filistar höfðu aftur byrgt eftir dauða Abrahams, og gaf þeim hin sömu heiti sem faðir hans hafði gefið þeim. 19- Þrælar Ísaks grófu í dalnum og fundu þar brunn lifandi vatns. -20- En fjárhirðar í Gerar deildu við fjárhirða Ísaks og sögðu: Vér eigum vatnið. Og hann nefndi brunninn Esek, af því að þeir höfðu þráttað við hann.
Þessir brunnar tilheyrðu Ísaki með réttu, en þegar hann gróf þá upp á nýjan leik, deildu hirðar Gerar við hann um brunninn. Ísak nefndi brunninn Esek, sem á hebresku þýðir „deila“.
Ísak gaf hann frá sér, fullkomið dæmi um orðið „ljúfleg“ sem við erum að rannsaka
Fyrsta Mósebók 26:21-22
Þá grófu þeir annan brunn, en deildu einnig um hann, og hann nefndi hann Sitna. -22- Eftir það fór hann þaðan og gróf enn brunn. En um hann deildu þeir ekki, og hann nefndi hann Rehóbót og sagði: Nú hefir Drottinn rýmkað um oss, svo að vér megum vaxa í landinu.
Var Ísak vitur þegar hann neitaði að krefjast réttar síns? Já, því að þá gat Guð unnið fyrir hann og veitt honum miklu meira en það sem hann missti.
Fyrirmyndin í Jesú
Jesaja 53:7
Hann var hrjáður, en hann lítillætti sig og lauk eigi upp munni sínum. Eins og lamb, sem leitt er til slátrunar, og eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann, lauk hann eigi upp munni sínum. Hinir hógværu erfa alltaf.
Að þrýsta á að setja hringlaga prjón í ferkantað gat er alltaf ÓVITURLEGT, það passar ekki.
Foreldrar gera þetta oft við börnin sín, og það er mjög óviturlegt. Sumar foreldrar eiga eitt barn sem er mjög námsfúst og annað barn sem er mjög listrænt eða skapandi.
Þrýstu ekki á listrænt, skapandi barn að fara á starfsvettvang þar sem það passar ekki. Starfsferill barnsins ætti að fylgja þeim hæfileikum og gjöfum sem Guð gaf því.
Stundum vilja foreldrar lifa lífi sínu aftur í gegnum börnin sín, oft vegna þess að þeir misstu af einhverju sem þeir vildu gera, en að þrýsta þeim inn á starfsferil sem Guð ætlaði þeim aldrei til að fullnægja eigingjörnum óuppfylltum metnaði þínum er EKKI VIÐEIGANDI.
Viskan sem kemur að ofan kemur í gegnum ker sem hefur dáið sjálfu sér; er ekki að fara að krefjast þess sem það vill. AÐ LÁTA AF RÉTTI OKKAR er grundvallaratriði sannrar kristni.
Orðskviðirnir 13:10
Með hroka vekja menn aðeins þrætur, en hjá ráðþægnum mönnum er viska.
Aðeins af hroka, vanhæfni til að gefa eftir og sleppa, heldur deilan áfram, en fyrir þá ráðvitu er sönn viska að gefa eftir.
Ráðvitur á hebresku „ya’ats:H3289. Að taka ráðlegginum Guðs er viska.
Lesandi athugi að þegar við tölum um að gefa eftir, þá erum við EKKI að tala um að gefa eftir fyrir djöflinum, við erum í andlegu stríði sem við verðum að berjast, en stríð okkar er aldrei við fólk.
Efesusbréfið 6:12
Því að baráttan, sem vér eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.
Lítum á hvað bók viskunnar segir
Orðskviðirnir 15:1
Mjúklegt andsvar stöðvar bræði, en meiðandi orð vekur reiði.
Orðskviðirnir 18:6
Varir heimskingjans valda deilum, og munnur hans kallar á högg.
Að leiða til deilu, og þú ert heimskur; Guð segir það.
Orðskviðirnir 25:15
Með þolinmæði verður höfðingja talið hughvarf, og mjúk tunga mylur bein.
Orðskviðirnir 26:17
Sá, sem kemst í æsing út af deilu, sem honum kemur ekki við, hann er eins og sá, sem tekur um eyrun á hundi, er hleypur fram hjá.
Ekki skipta þér af illdeilum: Forðastu þær. Hugsaðu um þín mál.
Jakobsbréf 3:17
Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg.-16- Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl.
Ljúfleg: Það sem passar þvingar ekki hluti.
Hvað gerði Davíð konung mikinn?
Síðari Samúelsbók 22:36
Þú gafst mér skjöld hjálpræðis þíns, og lítillæti þitt gjörði mig mikinn.
Skoðum þessa andstæðu í lífi Davíðs. Hann var stríðsmaður og kunni að berjast við óvini sína. En það var hógværð hans sem gerði hann stóran. Guð hafði smurt hann sem konung fyrir Samúel, og Sá hafði verið hafnað af Guði.
Nú stóð Davíð frammi fyrir tímabili þar sem Guð prófaði innri eiginleika hans
Sál reyndi að drepa hann, þrátt fyrir að Davíð hefði verið útvalinn sem konungur. Guð lét Davíð lenda í aðstæðum þar sem innri eiginleikar hans yrðu prófaðir. Hann var í aðstöðu til að drepa Sál en valdi að gera það ekki, þar sem hann vissi að það væri ekki rétt að gera það.
Hógværð hans gerði hann stóran í augum Guðs og manna.
Fyrri Samúelsbók 24:4-6
Þá sögðu menn Davíðs við hann: Nú er dagurinn kominn, sá er Drottinn talaði um við þig: Sjá, ég mun gefa óvin þinn í hendur þér, svo að þú getir við hann gjört það, er þér vel líkar. Og Davíð stóð upp og sneið leynilega lafið af skikkju Sáls. -5- En eftir á sló samviskan Davíð, að hann hafði sniðið lafið af skikkju Sáls. -6- Og hann sagði við menn sína: Drottinn láti það vera fjarri mér, að ég gjöri slíkt við herra minn, Drottins smurða, að ég leggi hönd á hann, því að Drottins smurði er hann.
Það var ekki viðeigandi fyrir Davíð að drepa Sál; þessi innri eiginleiki Davíðs gerði hann mikinn í augum Guðs og manna.
Þess vegna gat hann sagt: Þín mildi hefur gert mig mikinn
Þessi andstæða er sýnd í Sálmi 18.
Sálmarnir 18:35
Hann sem æfir hendur mínar til hernaðar, svo að armar mínir benda eirbogann.
Guð kenndi Davíð að heyja stríð, en það var mildi hans sem gerði hann mikinn
Ég lærði fyrir löngu síðan: Ef þú berst til að réttlæta sjálfan þig, þá hættir Guð að starfa fyrir þig. Ef þú reynir að sanna að þú hafir rétt fyrir þér, mun Guð ekki réttlæta þig; hann mun láta þig vera með þínum eigin ráðum.
ÁGREININGUR: Þú verður að forðast hann.
Jakobsbréf 3:14-16
En ef þér hafið beiskan ofsa og eigingirni í hjarta yðar, þá stærið yður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum.
(Ef þú ert með ofsa og eigingirni í hjarta kemur þín viska ekki að ofan heldur að neðan frá Helju) -15- Sú speki kemur ekki að ofan, heldur er hún jarðnesk, andlaus, djöfulleg. -16- Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns böl.
Þetta mengar visku Guðs þegar hún kemur til þín. Þú túlkar hana í ljósi ástands þíns eigin hjarta.
Jakobsbréf 3:14-16
Auðmýkið yður fyrir Drottni og hann mun upphefja yður.
Þessi stoð sem er ein af undirstöðum viskunnar verður að vera lögð í líf þitt.
Guð blessi þig!