WhiteDove Ministries hélt einstaklega öfluga ráðstefnu í febrúar árið 2009. Á meðal gesta var Chuck Pierce og Steven Shelley sem fluttu ótrúlega spámannleg og viðeigandi skilaboð, ekki aðeins fyrir Tucson-svæðið heldur einnig fyrir líkama Krista á þessum tímum kirkjusögunnar.
Á lokadegi ráðstefnunnar okkar sendi Drottinn gest til okkar sem heitir Buford Dowell og er frá Phoenix Arizona. Það var mjög ánægjulegt að kynnast bróður Dowell og að heyra reynslu hans af miklum trúarhejtum sem störfuðu í lækningavakningunni miklu sem varði frá 1948 til 1956.
Athyglisvert er að hann deildi með mér samtali sem hann átti við William Branham í júní 1965. Buford Dowell hafði leikið á orgel fyrir William Branham á lækningasamkomu í Phoenix og bað hann Buford að koma með sér í hádegismat síðdegis einn daginn. Það sem gerðist í kjölfarið leiddi af sér einstakan spádóm um lokavakninguna sem ég trúi af öllu hjarta. Ég bið og treysti að þetta verði uppspretta mikillar blessunar og uppörvunar fyrir þig.
Paul Keith Davis
—
Buford Dowell
Ef veggir þessarar byggingar gætu talað myndu þeir bera vitni um kraftaverkið sem gerðist í þessum sal þegar ég spilaði á orgelið fyrir William Branham árið 1965. Ég spilaði líka fyrir hann í Phoenix á Ramada Inn og ef þeir veggir gætu talað.
Ég ætla að segja þér það sem William Branham sagði mér aðeins nokkrum mánuðum áður en Drottinn tók með hann heim. Í dag þegar ég var að fara frá Phoenix til að koma hingað, fór ég með félaga á flugvöllinn og ég þurfti að keyra niður Van Beuren í Phoenix. Sum ykkar vita hvar það er.
Og ég sá staðinn þar sem áður var gömul kaffistofa. Og síðasta sunnudagseftirmiðdaginn af samkomuherferðinni í Phoenix árið 1965, gekk bróðir Branham að orgelinu eftir guðsþjónustuna og hann sagði: “Sonur, viltu fara í hádegismat með mér?“
Ég hafði séð hann oft á mismunandi stöðum og naut þeirra forréttinda að vera með honum einstaka sinnum. Ég upplifði mikla gleði og hjartað í mér hoppaði næstum úr brjósti mér. „Ó já, bróðir Branham, ég myndi gjarnan vilja borða hádegismat með þér.” Ég var þá 19 ára.
Ég stóð upp frá orgelinu. Við fórum og settumst inn í bílinn hans. Þetta voru ekki flottir Cadillac eðalvagnar eins og
sumir predikarar urðu að eiga í þá daga. Megi Guð elska þau. (Ég læt þetta í friði.) En allavega, við settumst í bílinn hans og keyrðum að þessari litlu kaffistofu.
Þegar við komum út úr bílnum sagði hann: “Komdu hingað, ég vil sýna þér eitt“. Nær í lykill að skottinu og hann opnar það og mér til mikillar furðu er hann með byssuhylki þarna inni. Það var veiðiriffill. Þetta var 30/30 Winchester. Hann tók hann fram og rétti mér hann. “Winchester fyrirtækið var að senda mér þennan“, sagði hann. Á botninum var nafn hans grafið í gulli: “Bróðir William Branham.”
Mér leið eins og ég væri hérumbil inni í sáttmálasörkinni. Ég vissi ekki hvernig ég ætti að skjóta af honum, en
sá að hann var sérstakur. Ég vissi að honum fannst gaman að fara á rjúpnaveiðar af og til. Ég átti vini í þjónustu sem höfðu gaman af að fara með honum á veiðar.
Ég sagði: „Bróðir Branham, ég hef heyrt um þau skipti sem þú hefur varið á veiðar með þessum og hinum sem ég þekki.” Hann staðfesti að það væri satt. Allavega héldum við áfram inn á veitingastaðinn. Og hér er það sem ég á að segja. Við fórum á veitingastaðinn, fengum okkur mat og settumst niður. Ég skammast mín fyrir að segja þetta, en ætla að segja það bara eins og það var. Ég ætla bara að segja sannleikann.
Ég var með það í huga mínum á þeim tíma að ef bróðir Branham réði mig sem umboðsmann, gæti ég virkilega hjálpað honum að fara í stórar herferðir eða það hélt ég. Nú var þetta auðvitað bara mitt hold og mínar hugsanir. Ég hafði hjálpað nokkrum predikurum að setja nokkrar auglýsingar í blöðin og ég hélt ég hefði það sem þyrfti til að hjálpa predikurum að auglýsa sig.
En bróðir Branham, hann sat þarna og ég sagði: „Bróðir Branham, þú veist að þú ert aðeins rúmlega fimmtugur. (Þarna var William Branham 56 ára.) Þú hefur nóg af orku. Ef þú hefðir bara réttu kynninguna gætir þú verið með stærstu samkomuherferðir sem þú hefur nokkurn tíma haft.”
Hann horfði á mig og brosti og laut höfði. Hann sagði: „Nei sonur,“ sagði hann. “Veistu, það er ekki eins og Guð hefur ákveðið þetta.”
Þetta var í rauninni ekki það sem ég vildi heyra, en hvernig segir maður William Branham eitthvað sem þú vilt ekki heyra. Hann var að tala fyrir Guð og ég hlustaði með gamla holdinu mínu og heila. Ég sagði: „Hvað meinarðu, bróðir Branham?”
Hann sagði: “Jæja, veistu, Guð er búinn með mig.” Og ég datt næstum af sætinu mínu. Ég sagði: „Hvað meinarðu með því? Þú átt mörg ár eftir?”
Hann sagði: “Veistu, mínu tímabili er lokið.” Hann hélt áfram að útskýra hvernig hann hefði verið hluti af stórkostlegu tímabili lækningavakninga. Hann minntist á marga lækningapredikara. Hann minntist á bróður A.A. Allen og fleiri. Hann hafði verið á nokkrum samkomum hjá föður mínum og var hann vinsamlegur að nefna það. Pabbi minn hafði mikla smurningu Heilags Anda.
Bróðir Branham sagði: „Ég hef verið á þessu tímabili þar sem við lögðum hendur yfir fólk eitt í einu og við sáum blind augu opnast, krabbamein hverfa, halta ganga. Og ó, það var yndislegt.”
En hann sagði: „Ég er að fara að yfirgefa ykkur vegna þess að Guð er búinn með mig en annað tímabil mun koma. Þetta tímabil mun vera kennsla og opinberun á orði Jesú Krists, hver við erum í honum og hver hann er í okkur.” Ekki bara Jesús sem hangir á krossinum. Það er dásamlegt. En trúarbrögð skilja hann eftir á krossinum.
Bróðir Branham hélt áfram að leggja áherslu á: “Þetta snýst um Jesú í okkur og okkur í honum.” Og hann sagði: „Þessi tími kennslu mun vara um stund, og síðan lýkur henni. Og Guð ætlar að taka hverja hreyfingu Guðs í sögunni, og það sem við höfum orðið vitni af og því sem við sáum á biblíudögunum, og sameina þetta allt í eina stóra Heilags Anda sprengju og varpa henni á jörðina og þjóðirnar munu flæða í krafti Guðs, eins og við höfum aldrei séð. Allir helstu fréttamiðlar munu sýna, ekki predikanir, heldur þegar dauðir munu rísa upp, útlimir munu vaxa á ný, augu myndast í augntóftum, handleggir vaxa fram. Og predikarar munu ekki leggja hendur yfir fólkið eins og við gerðum, þeir mun einfaldlega tala fram Orðið og blinda mun fara. Það verður svo mikið af fólki, enginn salur, enginn kirkja, enginn leikvangur mun halda fólkinu. Og ekkert tjald.” Hann sagði: „Þeir munu safnast saman á víðavangi. Það mun gerast í Ameríku.” Bróðir Branham sagði: „Guð ætlar að færa þjónustu postula og spámannanna í framlínuna.“
Hversu mörg ykkar muna eftir því þegar þið heyrðuð aldrei orðin „postuli eða spámaður“ í kirkjunum ykkar. Það eina sem við heyrðum var forstöðumenn, kennarar, trúboðar.
Jesús sagði… (Ég sagði það ekki, William Branham sagði það ekki). Jesús sagði að kirkjan hans yrði grundvölluð á postulunum og spámönnunum, með Jesú Kristi sem höfuðið. Fimmfalda þjónustan starfandi í líkama Krists!
Guð mun leiða þá fram, í framlínuna. En Branham sagði við mig: „Þeir munu hafa huga Guðs og hjarta Guðs og rödd Guðs. Og þegar þeir tala, eru orð þeirra orð Guðs.” Þeir munu ekki segja það sem maðurinn segir. Þeir munu ekki segja hvað kirkjudeildir segja eða hefðir eða neitt af því. Þeir munu tala sem Guð. Og þeir munu ekki bara tala um framtíðina. Allir sem lesa Biblíuna geta gert það. Þú þarft ekki einu sinni að hafa Heilagan Anda til að tala um framtíðina.
—