Fyrir grundvöllun veraldar

Þessi grein verður með  öðruvísi sniði en venjulega þar sem þetta er meira “self-study” eða samansafn af versum og hugleiðingum fyrir þig til að rannsaka. Ég fór ítarlega í þetta efni í síðasta heimahóp þar sem ég kenni vikulega það sem Drottinn leggur mér á hjarta.

Ef þú hefur áhuga á að vera hluti af okkar heimahóp hafðu þá samband við mig í gegnum síðuna eða tölvupóst.

Ég ráðlegg þér að gefa þér tíma í að rannsaka og hugleiða vel þessa kennslu því hún er merkileg og beint úr Orðinu. Orðið er það eina sem við getum 100% treyst í þessum heimi. Himinn og jörð munu líða undir lok en mín Orð mín munu aldrei undir lok líða sagði Drottinn.

Efe 1:4

Áður en heimurinn var grundvallaður hefur hann útvalið oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum. Í kærleika sínum -5- ákvað hann fyrirfram að veita oss sonarrétt í Jesú Kristi. Sá var vilji hans og velþóknun -6- til vegsemdar dýrð hans og náð, sem hann lét oss í té í sínum elskaða syni. -7- Í honum, fyrir hans blóð eigum vér endurlausnina og fyrirgefningu afbrota vorra. -8- Svo auðug er náð hans, sem hann gaf oss ríkulega með hvers konar vísdómi og skilningi.

-9- Og hann kunngjörði oss leyndardóm vilja síns, þá ákvörðun, -10- sem hann hafði með sjálfum sér ákveðið að framkvæma, er fylling tímans kæmi: Hann ætlaði að safna öllu því, sem er á himnum, og því, sem er á jörðu, undir eitt höfuð í Kristi. -11- Í honum höfum vér þá líka öðlast arfleifðina, eins og oss var fyrirhugað samkvæmt fyrirætlun hans, er framkvæmir allt eftir ályktun vilja síns, -12- til þess að vér, sem áður höfum sett von vora til Krists, skyldum vera dýrð hans til vegsemdar. -13- Í honum eruð og þér, eftir að hafa heyrt orð sannleikans, fagnaðarerindið um sáluhjálp yðar og tekið trú á hann og verið merktir innsigli heilags anda, sem yður var fyrirheitið. -14- Hann er pantur arfleifðar vorrar, að vér verðum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar.

-17- Ég bið Guð Drottins vors Jesú Krists, föður dýrðarinnar, að gefa yður anda speki og opinberunar, svo að þér fáið þekkt hann. -18- Ég bið hann að upplýsa sálarsjón yðar, svo að þér skiljið, hver sú von er, sem hann hefur kallað oss til, hver ríkdómur hans dýrlegu arfleifðar er, sem hann ætlar oss meðal hinna heilögu, -19- og hver hinn yfirgnæfandi máttur hans við oss, sem trúum. En þetta er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn, -20- sem hann lét koma fram í Kristi, er hann vakti hann frá dauðum og lét hann setjast sér til hægri handar í himinhæðum, -21- ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herradómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og í hinni komandi.

Ef þú ert útvalinn í Guði, þá varst þú ekki útvalinn hér, þú varst útvalinn áður en heimurinn hófst. Það er ekki fyrir áreynslu, verk, föstu eða neitt sem þú getur gert í eigin mætti. Þetta er aðeins fyrir trú og opinberun. Ef þú ert útvalinn ertu hluti af Honum og hefur alltaf verða hluti af Honum því Hann er „I AM“ eilífur. Við skulum samt athuga að það er ekki allir útvaldir og margir aðrir sem munu frelsast og verða hólpnir fyrir náð.

Matt 22:14

Því að margir eru kallaðir, en fáir útvaldir.

Hver er tilgangur hinna útvöldu?

Róm 8:19

Því að sköpunin þráir, að Guðs börn verði opinber.

Róm 11:2-6

Eða vitið þér ekki, hvað Ritningin segir í kaflanum um Elía, hvernig hann kemur fram fyrir Guð með kæru á hendur Ísrael:-3- Drottinn, spámenn þína hafa þeir drepið og rifið niður ölturu þín og ég er einn skilinn eftir, og þeir sitja um líf mitt.-4- En hvaða svar fær hann hjá Guði? Sjálfum mér hef ég eftir skilið sjö þúsundir manna, sem hafa ekki beygt kné fyrir Baal.-5- Svo eru þá líka á vorum tíma leifar orðnar eftir, sem Guð hefur útvalið af náð. 6- En ef það er af náð, þá er það ekki framar af verkum, annars væri náðin ekki framar náð.

Margir eru kallaðir og munu frelsast en ég trúi að það sé annar hópur sem er útvalinn fyrir grundvöllun veraldar, hópur sem fyrirfram var ákveðinn til að koma á jörðina og þjóna, brúður Jesús Krist sem var alltaf hluti af Honum. Ég trúi því að á öllum öldum hafi Guð átt brúði “útvalda” og að t.d. lærisveinarnir hafi verið hluti af þeim hóp. Ég trúi að núna á síðustu tímum muni stærsti hópurinn „Brúðurinn“ koma fram í loka vakningu sem kölluð verður „Vakning brúðarinnar“ Orðið mun koma enn á ný til jarðar eins og það gerði í Jesú en núna í brúðinni.

Róm 8:29

Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs. -29- Því að þá, sem hann þekkti fyrirfram, hefur hann og fyrirhugað til þess að líkjast mynd sonar síns, svo að hann sé frumburður meðal margra bræðra. -30- Þá sem hann fyrirhugaði, þá hefur hann og kallað, og þá sem hann kallaði, hefur hann og réttlætt, en þá sem hann réttlætti, hefur hann einnig vegsamlega gjört. (Þátíð)

Eitt af mínum uppháhaldversum sem sýnir glöggt að Jesús hafi verið frumburður margra bræðra sem myndu koma eftir Hann. Guð sýndi okkur í Kristi hvernig fullþroska sonur Guðs lítur út. Hann segir að þeir sem trúa og greiða gjaldið munu gera sömu verk og meiri, því Jesús fór aftur til Föðurins þaðan sem Hann kom og brúður endatímanna mun vinna sitt verk og fara svo aftur til Föðurins þaðan sem hún einnig kom. Því hinir útvöldu eru ekki af þessum heimi eins og Jesús var ekki af þessum heimi. Jesús sagði ég geri ekkert nema það sem ég heyri eða sé Faðir minn gjöra, eins mun brúðurinn leggja niður sitt líf og gera ekkert nema það sem hún heyrir eða sér Föðurinn gera.

Opb 19:6-9

Þá heyrði ég raddir sem frá miklum mannfjölda og sem nið margra vatna og sem gný frá sterkum þrumum. Þær sögðu: Hallelúja, Drottinn Guð vor, hinn alvaldi, er konungur orðinn. -7- Gleðjumst og fögnum og gefum honum dýrðina, því að komið er að brúðkaupi lambsins og brúður hans hefur búið sig. -8- Henni var fengið skínandi og hreint lín til að skrýðast í. Línið er réttlætisverk heilagra. -9- Og hann segir við mig: Rita þú: Sælir eru þeir, sem boðnir eru í brúðkaupsveislu lambsins. Og hann segir við mig: Þetta eru hin sönnu orð Guðs.

Það er eitt að vera brúður það er annað að vera brúðkaupsgestur.

Opb 22:17

Og andinn og brúðurin segja: Kom þú! Og sá sem heyrir segi: Kom þú! Og sá sem þyrstur er, hann komi. Hver sem vill, hann fær ókeypis lífsins vatn.

Jóel 2

-1- Þeytið lúðurinn í Síon og æpið óp á mínu heilaga fjalli, svo að allir íbúar landsins nötri. Því að dagur Drottins kemur, já, hann er í nánd, -2- dagur myrkurs og dimmu, dagur skýþykknis og skýsorta. Eins og sorti breiðist yfir fjallahnjúkana mikil og voldug þjóð. Hennar líki hefir ekki verið frá eilífð, og hennar líki mun ekki koma eftir hana allt fram á ár ókominna alda. -3- Fyrir henni fer eyðandi eldur og eftir henni logi brennandi. Þótt landið fram undan henni hafi verið eins og Edensgarður, er það á bak henni sem eyðiöræfi. Enginn hlutur komst undan henni. -4- Ásýndum eru þeir sem hestar að sjá, og þeir eru fráir sem riddarar. -5- Eins og glamrandi vagnar stökkva þeir yfir fjallahnjúkana, eins og eldslogi, sem snarkar í hálmleggjum, eins og voldug þjóð, sem búin er til bardaga. -6- Fyrir henni skjálfa þjóðirnar, öll andlit blikna.
-11- Og Drottinn lætur raust sína þruma fyrir öndverðu liði sínu. Því að herlið hans er afar mikið, því að voldugur er sá, sem framkvæmir hans boð. Já, mikill er dagur Drottins og mjög ógurlegur, hver getur afborið hann?
-15- Þeytið lúðurinn í Síon, stofnið til helgrar föstu, boðið hátíðarstefnu. -16- Kveðjið saman lýðinn, helgið söfnuðinn, stefnið saman gamalmennum, safnið saman börnum og brjóstmylkingum. Brúðguminn gangi út úr herbergi sínu og brúðurin út úr brúðarsal sínum.
-27- Og þér skuluð viðurkenna, að ég er meðal Ísraels og að ég er Drottinn, yðar Guð, og enginn annar. Og þjóð mín skal aldrei að eilífu til skammar verða. -28- En síðar meir mun ég úthella anda mínum yfir allt hold. Synir yðar og dætur yðar munu spá, gamalmenni yðar mun drauma dreyma, ungmenni yðar munu sjá sjónir. -29- Já, einnig yfir þræla og ambáttir mun ég á þeim dögum úthella anda mínum. -30- Og ég mun láta tákn verða á himni og á jörðu: blóð, eld og reykjarstróka. -31- Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður en hinn mikli og ógurlegi dagur Drottins kemur. -32- Og hver sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast. Því að á Síonfjalli og í Jerúsalem mun frelsun verða, eins og Drottinn hefir sagt, meðal flóttamannanna, sem Drottinn kallar.

Opb 13:8-10

Og allir þeir, sem á jörðunni búa, munu tilbiðja það, hver og einn sá er eigi á nafn sitt ritað frá grundvöllun veraldar í lífsins bók lambsins, sem slátrað var.-9- Sá sem hefur eyra, hann heyri. -10- Sá sem ætlaður er til herleiðingar verður herleiddur. Sá sem sverði er ætlaður verður deyddur með sverði. Hér reynir á þolgæði og trú hinna heilögu.

Opb 20:6

Sæll og heilagur er sá, sem á hlut í fyrri upprisunni. Yfir þeim hefur hinn annar dauði ekki vald, heldur munu þeir vera prestar Guðs og Krists og þeir munu ríkja með honum um þúsund ár.

Aðeins fyrir opinberun

Matt 11:25-27

Á þeim tíma tók Jesús svo til orða: Ég vegsama þig, faðir, herra himins og jarðar, að þú hefur hulið þetta spekingum og hyggindamönnum, en opinberað það smælingjum. -26- Já, faðir, svo var þér þóknanlegt. -27- Allt er mér falið af föður mínum, og enginn þekkir soninn nema faðirinn, né þekkir nokkur föðurinn nema sonurinn og sá er sonurinn vill opinbera hann.

Guð hefur falið þessa opinberun fyrir augum heimsins en opinberað hana sonum Guðs á okkar dögum. Það er hula yfir augum manna, svo að þeir geta ekki tekið á móti.

Listi yfir 6 hulur úr Biblíunni:

  • Fortjald musterisins (Matt 27:51)
  • Fortjald tjaldbúðarinnar (Heb 9:3)
  • Skýla Móse (2. Kor 3:13-14)
  • Skýla líkama Jesú ( Heb 10:30(
  • Hula hins vantrúaða (2. Kor 4:4)
  • Hula yfir þjóðinni Ísrael (Róm 11:25)

Róm 11:7

Hvað þá? Það sem Ísrael sækist eftir, það hlotnaðist honum ekki, en hinum útvöldu hlotnaðist það. Hinir urðu forhertir, -8- eins og ritað er: Guð gaf þeim sljóan anda, augu sem sjá ekki, eyru sem heyra ekki, allt fram á þennan dag.

Róm 9:11-18

Nú, til þess að það stæði stöðugt, að ákvörðun Guðs um útvalningu væri óháð verkunum og öll komin undir vilja þess, er kallar,-12- þá var henni sagt, áður en sveinarnir voru fæddir og áður en þeir höfðu aðhafst gott eða illt: Hinn eldri skal þjóna hinum yngri.-13- Eins og ritað er: Jakob elskaði ég, en Esaú hataði ég.-14- Hvað eigum vér þá að segja? Er Guð óréttvís? Fjarri fer því.-15- Því hann segir við Móse: Ég mun miskunna þeim, sem ég vil miskunna, og líkna þeim, sem ég vil líkna.-16- Það er því ekki komið undir vilja mannsins né áreynslu, heldur Guði, sem miskunnar.-17- Því er í Ritningunni sagt við Faraó: Einmitt til þess hóf ég þig, að ég fengi sýnt mátt minn á þér og nafn mitt yrði boðað um alla jörðina.-18- Svo miskunnar hann þá þeim, sem hann vill, en forherðir þann, sem hann vill.

Orðsk 16:4

Allt hefir Drottinn skapað til síns ákveðna marks, svo og guðleysingjann til óheilladagsins.

Lúk 8:4

Nú var mikill fjöldi saman kominn, og menn komu til hans úr hverri borg af annarri. Þá sagði hann þessa dæmisögu: -5- Sáðmaður gekk út að sá sæði sínu. Og þá er hann sáði, féll sumt hjá götunni og varð fótum troðið, og fuglar himins átu það upp. -6- Sumt féll á klöpp. Það spratt, en skrælnaði, af því að það hafði ekki raka. -7- Og sumt féll meðal þyrna, og þyrnarnir spruttu einnig og kæfðu það. -8- En sumt féll í góða jörð, óx upp og bar hundraðfaldan ávöxt. Að svo mæltu hrópaði hann: Hver sem eyru hefur að heyra, hann heyri. -9- En lærisveinar hans spurðu hann, hvað þessi dæmisaga þýddi. -10- Hann sagði: Yður er gefið að þekkja leynda dóma Guðs ríkis, hinir fá þá í dæmisögum, að sjáandi sjái þeir ekki og heyrandi skilji þeir ekki. -11- En dæmisagan þýðir þetta: Sæðið er Guðs orð. -12- Það er féll hjá götunni, merkir þá, sem heyra orðið, en síðan kemur djöfullinn og tekur það burt úr hjarta þeirra, til þess að þeir trúi ekki og verði hólpnir. -13- Það er féll á klöppina, merkir þá, sem taka orðinu með fögnuði, er þeir heyra það, en hafa enga rótfestu. Þeir trúa um stund, en falla frá á reynslutíma. -14- Það er féll meðal þyrna, merkir þá er heyra, en kafna síðan undir áhyggjum, auðæfum og nautnum lífsins og bera ekki þroskaðan ávöxt. -15- En það er féll í góða jörð, merkir þá sem heyra orðið og geyma það í göfugu, góðu hjarta og bera ávöxt með stöðuglyndi.

Jóh 6:44

Enginn getur komið til mín, nema faðirinn, sem sendi mig, dragi hann, og ég mun reisa hann upp á efsta degi.

Róm 9:21-24

Eða hefur ekki leirkerasmiðurinn leirinn á valdi sínu, svo að hann megi gjöra úr sama deiginu ker til sæmdar og annað til vansæmdar?-22- En ef nú Guð, sem vildi sýna reiði sína og auglýsa mátt sinn, hefur með miklu langlyndi umborið ker reiðinnar, sem búin eru til glötunar,-23- og ef hann hefur gjört það til þess að auglýsa ríkdóm dýrðar sinnar á kerum miskunnarinnar, sem hann hafði fyrirfram búið til dýrðar?-24- Slík ker erum vér, sem hann hefur kallað, ekki aðeins úr flokki Gyðinga, heldur og úr flokki heiðingja

Guð er eilífur og því ekki háður tíma, hann er Alfa og Omega, upphafið og endirinn. Hann vissi fyrirfram hverjir myndu fylgja honum og þá kallaði Hann. Guð er því ekki óréttlátur, því hann forherðir og hylur fagnaðarerindið þeim sem glatast, því hann vissi að þessir myndu aldrei taka við Honum og við sjáum í Opinberunarbókinni að fólk mun vita að það er Guð sem er að dæma heiminn þegar loka dómurinn hefst og það mun formæla Honum, en samt ekkert vilja með Hann hafa.

2. Kor 4:3-4

En ef fagnaðarerindi vort er hulið, þá er það hulið þeim, sem glatast. -4- Því guð þessarar aldar? hefur blindað huga hinna vantrúuðu, til þess að þeir sjái ekki ljósið frá fagnaðarerindinu um dýrð Krists, hans, sem er ímynd Guðs.

Versið hér fyrir ofan virðist ekki vera í samræmi og hreinlega í þversögn við önnur vers. Því Orðið er skýrt að það er hinn eini sanni Guð, skapari himins og jarðar sem forherðir og setur hulu og blindu yfir þá sem glatast.

Smelltu á hnappinn til að lesa áhugaverða kennslu sem bendir á möguleikann á að þetta vers sé ekki rétt þýtt.

Eftir að hafa farið í gegnum þessa kennslu vandlega og séð hvað Orðið segir varðandi þessa hluti. Lestu þá vel í gegnum bæn Jesú og berðu saman hvað Hann er að hugsa þegar hann er að biðja fyrir hinum útvöldu.

Jóh 17

Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til himins og sagði: Faðir, stundin er komin. Gjör son þinn dýrlegan, til þess að sonurinn gjöri þig dýrlegan. -2- Þú gafst honum vald yfir öllum mönnum, að hann gefi eilíft líf öllum þeim, sem þú hefur gefið honum. -3- En það er hið eilífa líf að þekkja þig, hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesú Krist. -4- Ég hef gjört þig dýrlegan á jörðu með því að fullkomna það verk, sem þú fékkst mér að vinna.-5- Faðir, gjör mig nú dýrlegan hjá þér með þeirri dýrð, sem ég hafði hjá þér, áður en heimur var til. -6- Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum. Þeir voru þínir, og þú gafst mér þá, og þeir hafa varðveitt þitt orð. -7- Þeir vita nú, að allt, sem þú hefur gefið mér, er frá þér, -8- því ég hef flutt þeim þau orð, sem þú gafst mér. Þeir tóku við þeim og vita með sanni, að ég er frá þér út genginn, og trúa því, að þú hafir sent mig. -9- Ég bið fyrir þeim. Ég bið ekki fyrir heiminum, heldur fyrir þeim sem þú hefur gefið mér, því að þeir eru þínir, -10- og allt mitt er þitt og þitt er mitt. Í þeim er ég dýrlegur orðinn. -11- Ég er ekki lengur í heiminum. Þeir eru í heiminum, en ég kem til þín. Heilagi faðir, varðveit þá í þínu nafni, því nafni, sem þú hefur gefið mér, svo að þeir verði eitt eins og við. -12- Meðan ég var hjá þeim, varðveitti ég þá í nafni þínu, sem þú hefur gefið mér, og gætti þeirra, og enginn þeirra glataðist nema sonur glötunarinnar, svo að ritningin rættist. -13- Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum, til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn. -14- Ég hef gefið þeim orð þitt, og heimurinn hataði þá, af því að þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum. -15- Ég bið ekki, að þú takir þá úr heiminum, heldur að þú varðveitir þá frá hinu illa. -16- Þeir eru ekki af heiminum, eins og ég er ekki af heiminum. -17- Helga þá í sannleikanum. Þitt orð er sannleikur. -18- Ég hef sent þá í heiminn, eins og þú sendir mig í heiminn. -19- Ég helga mig fyrir þá, svo að þeir séu einnig helgaðir í sannleika. -20- Ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra, -21- að allir séu þeir eitt, eins og þú, faðir, ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur, til þess að heimurinn trúi, að þú hefur sent mig. -22- Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt, -23- ég í þeim og þú í mér, svo að þeir verði fullkomlega eitt, til þess að heimurinn viti, að þú hefur sent mig og að þú hefur elskað þá, eins og þú hefur elskað mig. -24- Faðir, ég vil að þeir, sem þú gafst mér, séu hjá mér, þar sem ég er, svo að þeir sjái dýrð mína, sem þú hefur gefið mér, af því að þú elskaðir mig fyrir grundvöllun heims. -25- Réttláti faðir, heimurinn þekkir þig ekki, en ég þekki þig, og þessir vita, að þú sendir mig. -26- Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra, svo að kærleikur þinn, sem þú hefur auðsýnt mér, sé í þeim og ég sé í þeim.

Guð blessi þig – Sigurður Júlíusson